Forsíða
jólaskógurinn 2018 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Sunnudagur, 06. janúar 2019 21:32

Vel heppnaður jólaskógur


Jólaskógur var haldinn í Smalaholti laugardaginn 15. desember síðastliðinn.

Þá tóku skógræktarfélagar og móti fólki í skóginum, leiðbeindu og aðstoðuðu

eftir þörfum við val á jólatrjám.


Gestir nutu útiveru og nálægðar við skóginn þegar þeir komu í Smalaholtið til

að velja jólatré fjölskyldunnar.


Boðið var upp á heitt kakó, piparkökur og flatbrauð með hangikjöti.

Það vantaði ekkert nema snjóinn til að fullkomna jólastemninguna. 

 
Jólaskógur 2018 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Föstudagur, 07. desember 2018 18:11

Jólaskógur í Smalaholti

Jólaskógur verður í Smalaholti laugardaginn 15. desember kl. 12-16.

 

Aðkoma að svæðinu er frá Elliðavatnsvegi.

 

Fjölskyldan velur sér tré í skóginum og fellir sjálf. Í boði eru

falleg furu- og grenitré.

 

Jafnframt verða til sölu tröpputré og eldiviður.

 

Boðið verður upp á kakó og piparkakó.

 

Allir velkomnir! 

Síðast uppfært: Föstudagur, 07. desember 2018 18:19
 
Myndakvöld 2018 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Miðvikudagur, 21. nóvember 2018 20:44

Myndasýning Skógræktarfélags Garðabæjar verður í Safnaðarheimilinu mánudaginn 26. nóvember


2018 og hefst kl. 20:00.

Ferðasagan er sögð með myndum frá ferð skógræktarfélaga til norðurhluta Spánar í október,


m.a. í þjóðgarð í Pýrenafjöllunum.

Allir eru velkomnir á myndakvöldið þar sem boðið verður upp á tertu í tilefni 30 ára afmæli félagsins.


Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar 
Yrkja haust 2018 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Laugardagur, 22. september 2018 07:48

 

Haustgróðursetning grunnskólanema

Fjórir grunnskólar tóku þátt í gróðursetningum á birkiplöntum á vegum Yrkju-verkefnisins í haust.

Allir nemendur Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans gróðursettu í Sandahlíð þann 6. september og

nemendur úr fjórða bekk Hofstaðaskóla og Álftanesskóla gróðursettu á Bessastaðanesi

þann 11. september. Ásta Leifsdóttir og Erla Bil Bjarnardóttir frá Skógræktarfélagi Garðabæjar

leiðbeindu börnunum og sýndu réttu handtökin. Vel viðraði til gróðursetninga báða dagana og gekk

verkefnið vonum framar.


 

 

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 26. september 2018 22:14
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 1 af 26

Viðburðadagatal

Febrúar 2019
M Þ M F F L S
28 29 30 31 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 1 2 3

Skoðanakönnun

Hvað er uppáhalds tréð þitt