Fullveldislundur gróðursettur |
![]() |
![]() |
![]() |
Skrifað af: Vefstjóri |
Miðvikudagur, 27. júní 2018 06:28 |
Gróðursett í Fullveldislund í Sandahlíð
Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá í skógum landsins laugardaginn 23. júní undir yfirskriftinni Líf í lundi. Skógræktarfélag Garðabæjar í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands bauð uppá gróðursetningu Fullveldislundar í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands í Sandahlíð. Fjölskyldur tóku þátt í gróðursetningu og þáðu veitingar s.s. pylsur af grillinu og ketilkaffi.
Börnum var boðið á hestbak af reiðskóla á félagssvæði hestamannafélagsins Spretts á Kjóavöllum sem liggur að skógræktar- og útivistarsvæðinu í Sandahlíð. Þar eru einnig leiktæki sem börnin sóttu í enda góð aðstaða að koma saman í skóginum í Sandahlíð. Líf í lundi er samstarfsverkefni ýmissa skógaraðila á Íslandi og er markmið átaksins að fá almenning til að heimsækja skóga landsins, stunda hreyfingu og njóta saman útiveru. |
Síðast uppfært: Miðvikudagur, 27. júní 2018 06:47 |