Forsíða Félagsstarf Haustferðir
Haustferðir Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Sunnudagur, 14. mars 2010 16:33

Haustferðir Skógræktarfélags Garðabæjar hafa sér ekki fyrirmynd frá öðrum systurfélögum. Þetta eru dagsferðir fyrsta eða annan laugardag í september sem hafa mælst mjög vel fyrir og félagsmenn vonast eftir.

Fyrsta ferðin var farin haustið 1998 sem tilbreytni í félagsstarfi á 10 ára afmæli félagsins, skemmst er frá því að segja að haustferðirnar hafa verið fastur liður síðan.

Dagskráin er fjölbreytt, heimsótt skógræktarfélög skoðuð ræktun þeirra og fræðst um þau, vinsælt er að heimsækja gróðrarstöðvar  – fræðast um þær og gera smá innkaup.

Við erum fundvís á ræktun fjölskyldna og einstaklinga og þar leynist fróðleikur sem ræktunarfólk þyrstir í. Þjóðskógarnir hafa verið heimsóttir og starfstöðvar þeirra, einnig er fróðlegt að skoða ræktun hjá skógarbændum.

Skógræktarfélagar koma alltaf sælir og ánægðir heim í Garðabæinn að kvöldi eftir vel heppnaða ferð í góðum félagsskap.

 

 

picture_115

Síðast uppfært: Mánudagur, 15. mars 2010 02:28
 

Viðburðadagatal

Febrúar 2019
M Þ M F F L S
28 29 30 31 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 1 2 3