Forsíða Svæðin Hnoðraholt
Vinnukvöld Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Miðvikudagur, 28. apríl 2010 08:03

Vinnu- og samverukvöld á þriðjudagskvöldum í maí og júní

 

Að venju hefjum við vinnukvöld vorsins nú í byrjun maí með hreinsunarátaki á skógræktarsvæðunum. Vinnukvöldin eru alltaf á þriðjudögum og er mæting kl. 20:00 við aðstöðu félagsins við Vífilsstaðaveg / Elliðavatnsveg. Alltaf er gott að taka með sér nesti.

 

Næsta þriðjudagskvöld 4. maí byrjum við á því að hreinsa til á svæðinu í Hádegisholti en hreinsunarátakinu í Garðabæ, Hreinsað til í nærumhverfinu, lýkur 7. maí.

 

Þriðjudagskvöldið 11. maí er síðan stefnt að því að hæla út nýjan stíg í Smalaholti, í framhaldi af stígnum sem lagður var þar í fyrrasumar. Næstu þriðjudaga þar á eftir verður hlúð að plöntum, hugað að gróðursetningum eða öðrum nauðsynlegum vorverkum á svæðunum.

 

Brynjudalsferðin margrómaða verður síðan farin þriðjudaginn 1. júní n.k. og þá er mæting kl. 18:00 frá aðstöðu félagsins.

 

Breytingar sem kunna að verða á þessari dagskrá verða kynntar jafnóðum á heimasíðu félagsins.

 

Viðburðadagatal

Janúar 2019
M Þ M F F L S
31 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 1 2 3