Forsíða
jólaundirbúningur Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Mánudagur, 18. desember 2017 09:37

Skógræktarfélag Garðabæjar kemur að undirbúningi jólanna

Árlegur jólaskógur var í Smalaholti laugardaginn 16. desember. Að þessu sinni var um að ræða samstarfsverkefni Skógræktarfélagsins og Rotarýklúbbsins í Görðum, en klúbbsfélagar hafa ræktað skóg á um eins hektara spildu í Smalaholti frá upphafi skógræktar í holtinu fyrir um þremur áratugum. Sjálfboðaliðar frá báðum félögunum störfuðu við jólaskóginn.


Jólaskógurinn í Smalaholti var vel sóttur þrátt fyrir votviðri. Það var ánægjulegt að sjá stórfjölskyldur koma saman til að velja sér jólatré í skóginum og gæða sér á kakó og piparkökum eftir að hafa valið sér tré sem mun prýða heimilin um jólin.

Skógræktarfélagið selur ekki aðeins jólatré í jólaskóginum. Hjálparsveit skáta í Garðabæ hefur fellt um hundrað furur af svæðum félagsins undanfarin ár gegn vægu gjaldi. Hjálparsveitin selur trén á jólatrjáasölu sinni. Þetta samstarf er beggja hagur til margra ára.


Í Brynjudal í Hvalfirði er Skógræktarfélagið með ræktunarreit jólatrjáa. Þar vaxa upp gríðarlega falleg tré svo sem blágreni sem eru tilbúin til sölu. Í ár hafa nokkur tré verið seld til jólatrjáasölu Skógræktarfélags Reykjavíkur að Elliðavatni og til Skógræktarfélags Íslands.


Við sem ræktum íslensk tré úti í náttúrunni án eiturúðunar, viljum vara kaupendur erlendra trjáa við því að með þeim geta slæðst laumufarþegar sem fjölga sér með slæmum afleiðingum fyrir uppvaxandi trjágróður í landinu bæði heima í görðum og í skógum.


Skógræktarfélag Garðabæjar hefur ræktar útvistarskóga í Garðabæ í tæp 30 ár. Svæðin eru vinsæl útvistarsvæði enda hafa stígar verið lagðir um þau fyrir almenning og sér félagið um að halda þeim við eftir fremsta megni. Í sumar og haust hefur verið ráðist í nauðsynlega grisjun í skóginum enda má hann ekki vaxa upp eins og þyrnigerðið í ævintýri Þyrnirósar. Verktakar hafa verið að störfum á vegum Skógræktarfélagsins nú í haust í Smalaholti og Sandahlíð sem útivistarfólk hefur eflaust orðið vart við í skóginum. Jólaskógurinn gegnir einnig hlutverki við grisjun skógarins en félagið gróðursetur mörghundruð tré í stað þeirra sem felld eru fyrir framtíðar jólaskóg.


Skógræktarfélag Garðabæjar óskar félagsmönnum og Garðbæingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


Erla Bil Bjarnardóttir, formaður


Jólatré sem Skógræktarfélag Garðabæjar ræktar í Brynjudal í Hvalfirði eru seld á 

Jólamarkaði Skógræktarfélags Reykjavíkur.


 Gestir Jólaskógarins í Smalahoilti gæða sér á kakói og piparkökum. 

Síðast uppfært: Mánudagur, 18. desember 2017 09:50
 
Jólaskógur 2017 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Miðvikudagur, 06. desember 2017 05:44

Jólaskógur í Smalaholti


Jólaskógur verður í Smalaholti laugardaginn 16. desember kl. 12:00 –16:00.

Aðkoma að svæðinu er af Elliðavatnsvegi.

 

Fjölskyldan velur sér tré í skóginum og fellir sjálf með aðstoð.

Sama verð á öllum tegundum jólatrjáa kr. 7.000.-

Boðið verður upp á kakó og piparkökur.

 

Skógræktarfélag Garðabæjar og Rótarýklúbburinn Görðum


sandahli jlaskg101216 1

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 06. desember 2017 05:50
 
Myndakvöld Kanada 2017 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Fimmtudagur, 26. október 2017 23:25

Myndasýning frá Kanada


Skógræktarfélag Garðabæjar býður til myndasýningar frá ferð Skógræktarfélags Íslands um Alberta og Bresku Kólumbíu

í Kanada í september 2017.


Sigurður Þórðarson sýnir myndir og rekur ferðasöguna.

 

Myndakvöldið verður haldið mánudaginn 30. október og hefst kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund

í Garðabæ.

Boðið verður upp á kaffi í hléi.

 

Allir velkomnir

Stjórnin

 
Yrkjugróðursetningar 2017 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Sunnudagur, 17. september 2017 16:40

Yrkjugróðursetningar í landi Bessastaða


Undanfarna daga í september hafa nemendur 4. bekkjadeilda Álftanesskóla og Hofsstaðaskóla

gróðursett birkiplöntur í landi Bessastaða. Plönturnar fá skólarnir úthlutað úr Yrkjusjóði er

frú Vigdís Finnbogadóttir stofnaði.


Einnig mættu allir nemendur Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans í Sandahlíð til gróðursetningar yrkjuplantna.


Yrkjuverkefnið er í umsjón Skógræktarfélags Garðabæjar sem útvegar svæði til gróðursetninga

og leiðbeinir nemendum og kennurum við gróðursetningarnar.


Hvert barn gróðursetur um tvær plöntur hvert og fræðist um gróður og nýtur útiveru enda var

haustveðrið gott.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 17. september 2017 16:53
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 4 af 25

Viðburðadagatal

Nóvember 2018
M Þ M F F L S
29 30 31 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 1 2

Skoðanakönnun

Hvað er uppáhalds tréð þitt