Forsíða
Haustferð 2017 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Fimmtudagur, 24. ágúst 2017 09:45

 

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar 2017

 

 

Árleg haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar er fyrirhuguð laugardaginn 2. september.

 

Dagskrá hefur verið skipulögð um Árnessýslu. Lagt verður af stað með rútu kl. 9:00 frá efra

plani Garðatorgs.


9:00               Lagt af stað frá Garðatorgi

9:45-10:30      Ingibjörg Sigmundsdóttir Heiðmörk 36, Hveragerði – garðaskoðun

11:00-12:30    Snæfoksstaðir í Grímsnesi – Böðvar Guðmundsson sýnir jólatrjáaræktun,

                      trjáfellingavél og vinnuaðstöðu félagsins

12:30-13:00    Hádegisnesti – snætt í eða við skemmu Árnesinga

13:30-14:15    Hrosshagi í Biskupstungum – Gunnar Sverrisson skógarbóndi með meiru.

14:30-16:30    Heimsókn í ræktun Sigurðar og Guðnýjar að Syðri-Reykjum í Biskupstungum

16:30-17:30    Heimferð gegnum Laugavatn

 

Árleg haustferð er í boði til félagsmanna Skógræktarfélagsins.

 

Tilkynnið þátttöku í ferðina eigi síðar en fimmtudaginn 31. ágúst til Barböru Stanzeit

í gsm. 6996233 og Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 29. ágúst 2017 18:14
 
Brynjudalsferð 2017 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Þriðjudagur, 20. júní 2017 11:55

Brynjudalsferð


Gróðursetningarferð í reit Skógræktarfélagsins uppi í Brynjudal verður farin þriðjudaginn 27. júní.


Mæting kl.18:00 við aðstöðu félagsins austan Vífilsstaði og sameinast í bíla. Þeir sem vilja mæta beint í Brynjudalinn er það velkomið um kl.19.

 

Sjáumst sem flest og njótum fegurðar Brynjudalsins og trjánna okkar.


 
Gróðursetning Hofsstaðaskóla 2017 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Laugardagur, 10. júní 2017 10:31

Gróðursetning í Sandahlíð

Fjórðubekkingar úr Hofsstaðaskóla mættu í Sandahlíð í mildu en svölu veðri þriðjudaginn 5. júní til að setja niður birkiplötur sem skólinn fékk úthlutað úr Yrkjusjóði. Um 80 nemendur voru áhugasamir við gróðursetningu með umsjónarkennurum sínum undir leiðsögn Erlu Biljar Bjarnardóttur, formanns Skógræktarfélagsins. Síðast og ekki síst nutu þeir þess að leika á svæðinu og borða nesti við útiborðin á Sandaflöt innan um sívaxandi skóg í Sandahlíð. Að loknu verki gengu nemendur til baka í skólann m.a. í gegnum Smalaholtið.​


Síðast uppfært: Laugardagur, 10. júní 2017 10:53
 
Styrkur frá ráðuneyti Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Sunnudagur, 09. apríl 2017 08:39

Félagið fær styrk frá Umhverfisráðuneytinu

Skógræktarfélag Garðabæjar hlaut nýverið rekstrarstyrk fyrir árið 2017 frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að upphæð 200.000 kr. Ráðuneytið auglýsti í ársbyrjun eftir styrkumsóknum til reksturs félagasamtaka á sviði umhverfismála. Alls bárust ráðuneytinu 15 umsóknir og var veittur styrkur til 11 félagasamtaka. Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar fagnar styrknum enda kemur hann til með að nýtast vel þar sem verkefni félagsins eru ærin.Síðast uppfært: Sunnudagur, 09. apríl 2017 08:46
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 6 af 26

Viðburðadagatal

Janúar 2019
M Þ M F F L S
31 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 1 2 3

Skoðanakönnun

Hvað er uppáhalds tréð þitt