Forsíða
Undirritun samstarfssamnings Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Fimmtudagur, 16. mars 2017 21:40

Undirritun samstarfsamnings

Gunnar Einarsson bæjarstjóri undirritaði samstarfsamning Garðabæjar við Skógræktarfélag Garðabæjar ásamt stjórnarfólki félagsins.


Stjórn félagsins hefur unnið að endurnýjun samstarfsamningsins sem bæjarstjórn samþykkti 2. mars síðastliðinn.

 

Undirritunin fór fram á aðalfundi Skógræktarfélagins sem haldinn var í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.

 

Þegar hefðbundin aðalfundarstörf voru að baki og samningurinn undirritaður, hélt gestur fundarins, Ólafur Njálsson frá gróðrarstöðinni Nátthaga, fróðlegt erindi um þintegundir.

 

 

 

 
Aðalfundur 2017 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Sunnudagur, 19. febrúar 2017 09:52

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2017


Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar verður haldinn í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund mánudaginn 13. mars 2017 og hefst kl. 20:00.

 

DAGSKRÁ:

 

1.         Venjuleg aðalfundarstörf:

1.1.           Kjör fundarstjóra

1.2.           Skýrsla stjórnar 2016

1.3.           Reikningar félagsins 2016

1.4.           Ákvörðun um félagsgjöld 2017

1.5.           Stjórnarkjör. Kjósa skal formann, þrjá aðalmenn og tvo til vara auk skoðunarmanns

2.         Önnur mál

3.         Kaffiveitingar í boði félagsins

4.         Erindi Ólafs Njálssonar frá Gróðrarstöðinni Nátthaga: „Sitt lítið af hverju um þintegundir og fleira gott“.

 

 


Allir eru hjartanlega velkomnir.

 

 

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

Síðast uppfært: Mánudagur, 20. febrúar 2017 06:11
 
Athugasemdir við aðalskipulag Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Mánudagur, 26. desember 2016 11:02

Skógræktarfélag Garðabæjar hefur gert athugasemdir við tillögur að aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 en tillögurnar voru forkynntar í haust. Athugasemdir skógræktarfélagsins lúta að skipulagi í útmörk bæjarins þar sem umsvif félagsins hafa verið mest.

Hægt er að kynna sér tillögurnar hér að neðan.

Viðhengi
SkráLýsingStærðSíðast breitt
Download this file (Ábendingar_nóv 2016.pdf)Ábendingar_nóv 2016.pdf 668 Kbmán 26.des 2016 11:11
Síðast uppfært: Mánudagur, 26. desember 2016 11:17
 
Fjölmenni í Jólaskóginum Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Þriðjudagur, 20. desember 2016 20:40

Fjölmenni í Jólaskógi

Opinn jólaskógur Skógræktarfélags Garðabæjar var í Sandahlíð laugardaginn 10. desember.

 

Fjölmargir lögðu leið sína í skóginn að þessu sinni, einkum fjölskyldufólk, enda hin besta skemmtun fyrir unga sem aldna að þramma um fallegan skóginn í leit að hinu eina sanna jólatré sem það fær svo að höggva sjálft og fara með heim. Þegar fólk hafði fundið draumatréð sitt, pökkuðu sjálfboðaliðar Skógræktarfélagsins því í net og buðu svo upp á kakó með piparkökum. Krakkarnir prófuðu leiktækin á svæðinu og allir undu sér vel í skóginum enda prýðisgott veður.

 

Jólaskógurinn var að þessu sinni í Sandahlíð en hefur verið undarfarin ár í Smalaholti. Það er ágætt úrval tegunda að vaxa upp í jólatrjáastærð í Sandahlíð og þar er einnig betra rými til að taka á móti mörgum bílum í einu.

 

 

 

 

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 7 af 26

Viðburðadagatal

Janúar 2019
M Þ M F F L S
31 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 1 2 3

Skoðanakönnun

Hvað er uppáhalds tréð þitt