Forsíða
Haustferð 2015 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Miðvikudagur, 09. september 2015 20:53

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar 2015

 

Árleg haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar var að þessu sinni farin laugardaginn 4. september um Kjósina. Ferðin hófst í ræktun Sigþóru Oddsdóttur sem ættuð er frá Sandi, þar sem skoðuð var ræktun hennar og fjölskyldu til tuga ára á sandeyrum við Sandá. Svæðið er erfitt til ræktunar en þegar mokuð er hola fyrir plöntur þarf helst að nota haka og skóflu því upp kemur sandur og möl og síðan þarf að bæta mold í holuna. Þrátt fyrir það er þarna ótrúlega fljöbreytt og gróskumikil ræktun. Þaðan lá leiðin í Gildruholt sem er í landi Möðruvalla I þar sem Kristrún Sigurðardóttir og Símon Ólafsson ásamt fjölskyldu hafa ræktað og mótað um 3 hektara af landi síðan 1972. Í Gildruholti er landslag fjölbreytt þar sem skiptast á klettar, mýri og móar og Gildruholtslækur liðast um landið með fjórum mismundi brúm. Gróður er mjög fjölbreyttur með bæði nýjum og gömlum trjám samtals um 170 tegundir. Um landið hlykkjast um 2 km af stígum og vegum sem flestir eru slegnir grasstígar en einnig malar- og steinlagðir stígar. Hópurinn snæddi hádegisnesti í Gildruholti og að lokinni göngu um landið var boðið upp á tertu og kaffi áður en haldið var á næsta áfangastað.


Endað var á Stekkjarflöt, ræktun Ólafs Oddssonar og Eyglóar Rúnarsdóttir konu hans en skógurinn er kallaður Ólaskógur. Þar hófst ræktun um 1980 en landið er úr jörðinni Neðrahálsi þar sem Ólafur ólst upp. Ólaskógur er mjög fallegur og fjölbreyttur þar sem tekist hefur rækta skóg sem lítur út eins og náttúrulegur skógur. Ólafur tekur oft á móti hópum í skóginn þar sem hann fræðir fólk og kennir því að upplifa skóginn á mismunandi vegu með því að hlusta á skóginn, skynja lykt og viðkomu hans.


Þrátt fyrir smá úrkomu í logni nutu um 30 félagar úr Skógræktarfélaginu ánægjulegrar og fróðlegrar ferðar sem endra nær.


Skógræktarfélagar við ræktun Sigþóru Oddsdóttur frá Sandi.
Sigþóra Oddsdóttir tekur við plöntum úr hendi Barböru Stanzeit, gjaldkera Skógræktarfélags Garðabæjar.


Steinbrú í Gildruholti.


Kristrún Sigurðardóttir og Símon Ólafsson, gestgjafar í Gildruholti, taka við þakklætisvotti frá ferðafélögum.


Ólafur Oddsson sýnir hópnum ræktunina í Ólaskógi.
Síðast uppfært: Miðvikudagur, 09. september 2015 21:48
 
bekkir Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Sunnudagur, 23. ágúst 2015 15:39

Nýir bekkir á skógræktarsvæðunum

 

Hlynur Gauti Sigurðsson hefur starfað sem verktaki á skógræktarsvæðum Skógræktarfélags Garðabæjar í sumar en hann er menntaður landlagsarkitekt og borgarskógfræðingur. Þekking hans og reynsla hefur komið að góðum notum og sem dæmi má nefna að í upphafi starfsins kannaði hann skógræktarsvæði félagsins mjög vel, með nokkurs konar úttekt sem ekki hefur verið gerð áður.

Honum fannst vanta á skógræktarsvæðin eitthvað til að tylla sér á annað en grjót. Smíðaði Hlynur því bekki úr trjábolum sem staðsettir eru í trjásýnireit í Smalaholti, meðfram kurlstígnum upp Sandahlíð og í skóginum í Lundamóa. Bekkirnir eru smíðaðir úr mismunandi trjátengundum þ.e. ösp, furu og greni. Það er von félagsins að útivistarfólk sem leggur leið sína um svæðin njóti þess að tylla sér á þá og hvíla lúin bein áður en það heldur ferð sinni áfram.

 

Síðast uppfært: Sunnudagur, 23. ágúst 2015 15:58
 
Haustferð 2015 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Þriðjudagur, 11. ágúst 2015 11:50

Haustferð 5. september 2015

 

Haustferðir Skógræktarfélags Garðabæjar á undanförnum árum hafa heppnast ágætlega og mælst vel fyrir. Þar hafa félagsmenn fengið fræðslu um ræktun skóga og tegundaval. Þessar ferðir eru þó ekki síst skemmtiferðir í góðum félagsskap.

 

Á þessu hausti efnum við til ferðar um Kjósina þar sem komið verður við hjá þremur ræktendum.

 

Skógræktarfélagið leggur til rútu í ferðina en þátttakendum er bent á að taka með sér nesti til dagsferðar og klæðnað eftir veðri.

 

Brottför laugardag 5. september kl: 9.00 frá bílastæði á efra Garðatorgi.

 

Þeir, sem hyggjast taka þátt í þessari ferð þurfa að tilkynna það sem fyrst eigi síðar en fimmtudagskvöldið 3. sept nk. til formanns: Erlu Biljar Bjarnardóttur, netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða síma: 820 8588.

 

Takið laugardaginn 5. september frá til haustferðar skógræktarfélagsins.

Fylgist nánar með á vef félagsins www.skoggb.is

 

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

 
Árleg Brynjudalsferð Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Miðvikudagur, 15. júlí 2015 20:06

Árleg Brynjudalsferð

Skógræktarfélagar fóru í árlega ferð sína í Brynjudal í Hvalfirði þann 7. júlí síðastliðinn til að vitja um jólatrjáareit félagsins. Reiturinn er inni í  Brynjudal norðanverðum ásamt jólatrjáaræktunarreitum fleiri skógræktarfélaga á suðvesturhorninu.

Erindið var að líta eftir trjánum og gróðursetja nokkrar plöntur í viðbót í reitinn meðal annars blágreni í pottum og fjölpottaplöntur (stafafuru og fjallaþin).

Mikill og góður vöxtur er á trjám í reitnum sem félagar voru mjög ánægðir með að sjá og ekki bar á sviðnum furum né greni sem hefur verið áberandi í vor og sumar.

 

 

 

 

 

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 15. júlí 2015 20:33
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 9 af 23

Viðburðadagatal

Maí 2018
M Þ M F F L S
30 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 1 2 3
skra-mig

Skoðanakönnun

Hvað er uppáhalds tréð þitt