Forsíða
Vel heppnaður aðalfundur Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Þriðjudagur, 07. apríl 2015 20:14

Vel heppnaður aðalfundur


Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar var haldinn þann 23. mars í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.

Skógræktarfélagið er öflugt, virkt og líklega fjölmennast af frjálsum félögum í Garðabæ. Afkoma félagsins var góð á síðasta starfsári, jólatrjáasala gekk vel með fjöldi fólks lagði leið sína í skóginn.


Breytingar urðu á stjórn er Arndís S. Árnadóttir gaf ekki lengur kost á sér, en hún hefur verið ritari félagsins í fjölda ára. Arndís er ekkert að yfirgefa Skógræktarfélagið þó hún víki úr stjórn til að hleypa að yngra fólki eins og hún sagði á aðalfundinum. Henni eru þökkuð vönduð vinnubrögð fyrir hönd félagsins. Eftirmaður Arndísar í stól ritara verður Hildigunnur Halldórsdóttir og tekur hún formlega við á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.

Nýliðar í stjórn eru Einar Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson sem eru boðnir velkomnir til stjórnarstarfa.

 

Að loknum aðalfundarstörfum og kaffihléi flutti Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs, erindi með myndum um Trjásafnið í Meltungu í Kópavogi. Þessi trjálundur er falin vin á höfuðborgarsvæðinu þar sem finna má margar sjaldséðar trjá- og runnategundir.


Arndís Árnadóttir, fráfarandi ritari Skógræktarfélags Garðabæjar.


Síðast uppfært: Þriðjudagur, 07. apríl 2015 20:36
 
Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2015 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Miðvikudagur, 11. mars 2015 21:13

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2015

Boðað er til aðalfundar Skógræktarfélags Garðabæjar mánudaginn 23. mars nk. í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund og hefst hann kl. 20:00

Dagskrá:

  •  Venjuleg aðalfundarstörf
  • Kaffihlé
  • Fræðsluerindi flytur Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar um Meltungu – trjásafn í Kópavogi.

Trjásafnið í Meltungu er innst í Fossvogsdal á mörkum Kópavogs og Reykjavíkur er fallegur garður sem alltof fáir vita af.

Allir velkomnir

Stjórnin

 

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 11. mars 2015 21:33
 
Ábendingar vegna aðalskipulags Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Sunnudagur, 15. febrúar 2015 15:36

Ábendingar vegna endurskoðunar aðalskipulags

 

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar hefur komið á framfæri ábendingum vegna endurskoðunar aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030. Stjórn félagsins fagnar því að vinna við endurskoðun skipulagsins sé hafin og vill fá að taka þátt í þeirri vinnu frá upphafi. Markmið félagsins er að byggja upp góða útivistaraðstöðu á umsjónarsvæðum félagsins til að íbúar bæjarins og aðrir geti notið þar útivistar og náttúruskoðunar.

 

Ábendingar stjórnar Skógræktarfélags Garðabæjar vegna endurskoðunar aðalskipulags bæjarins má sjá í pdf-skjali hér að neðan.

Viðhengi
SkráLýsingStærðSíðast breitt
Download this file (Ábendingar vegna endurskoðunar aðalskipulags 2016-2030.pdf)Ábendingar vegna endurskoðunar aðalskipulags 2016-2030.pdf 36 Kbsun 15.feb 2015 15:46
Síðast uppfært: Sunnudagur, 15. febrúar 2015 15:47
 
Útivist og gönguleiðir Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Laugardagur, 14. febrúar 2015 23:35

Útivist og gönguleiðir í útmörk Garðabæjar

Árið 2013 hannaði Árni Tryggvason kort yfir gönguleiðir í útmörk Garðabæjar og útivistarsvæði í umsjá Skógræktarfélags Garðabæjar ásamt fjölbreyttum upplýsingum um svæðin. Kortinu hefur meðal annars verið dreift í Smalaholti og Sandahlíð. Hér að neðan má nálgast pdf-skjöl af kortinu góða.

 

Viðhengi
SkráLýsingStærðSíðast breitt
Download this file (Garðabær Útivistkort F 14.07.13.pdf)Garðabær Útivistkort F 14.07.13.pdfFramhlið útivistarkortsins2728 Kblau 14.feb 2015 23:40
Download this file (Garðabær Útivistkort bakhl. C 14.07.13.pdf)Garðabær Útivistkort bakhl. C 14.07.13.pdfBakhlið útivistarkorts2789 Kblau 14.feb 2015 23:41
Síðast uppfært: Sunnudagur, 15. febrúar 2015 14:03
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 10 af 22

Viðburðadagatal

Febrúar 2018
M Þ M F F L S
29 30 31 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 1 2 3 4
skra-mig

Skoðanakönnun

Hvað er uppáhalds tréð þitt