Vel heppnaður aðalfundur
Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar var haldinn þann 23. mars í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.
Skógræktarfélagið er öflugt, virkt og líklega fjölmennast af frjálsum félögum í Garðabæ. Afkoma félagsins var góð á síðasta starfsári, jólatrjáasala gekk vel með fjöldi fólks lagði leið sína í skóginn.
Breytingar urðu á stjórn er Arndís S. Árnadóttir gaf ekki lengur kost á sér, en hún hefur verið ritari félagsins í fjölda ára. Arndís er ekkert að yfirgefa Skógræktarfélagið þó hún víki úr stjórn til að hleypa að yngra fólki eins og hún sagði á aðalfundinum. Henni eru þökkuð vönduð vinnubrögð fyrir hönd félagsins. Eftirmaður Arndísar í stól ritara verður Hildigunnur Halldórsdóttir og tekur hún formlega við á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.
Nýliðar í stjórn eru Einar Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson sem eru boðnir velkomnir til stjórnarstarfa.
Að loknum aðalfundarstörfum og kaffihléi flutti Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs, erindi með myndum um Trjásafnið í Meltungu í Kópavogi. Þessi trjálundur er falin vin á höfuðborgarsvæðinu þar sem finna má margar sjaldséðar trjá- og runnategundir.
Arndís Árnadóttir, fráfarandi ritari Skógræktarfélags Garðabæjar.
Nýlegar athugasemdir