Undirritun samstarfsamnings
Gunnar Einarsson bæjarstjóri undirritaði samstarfsamning Garðabæjar við Skógræktarfélag Garðabæjar ásamt stjórnarfólki félagsins.
Stjórn félagsins hefur unnið að endurnýjun samstarfsamningsins sem bæjarstjórn samþykkti 2. mars síðastliðinn.
Undirritunin fór fram á aðalfundi Skógræktarfélagins sem haldinn var í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.
Þegar hefðbundin aðalfundarstörf voru að baki og samningurinn undirritaður, hélt gestur fundarins, Ólafur Njálsson frá gróðrarstöðinni Nátthaga, fróðlegt erindi um þintegundir.
Nýlegar athugasemdir