Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar 2017
Árleg haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar er fyrirhuguð laugardaginn 2. september.
Dagskrá hefur verið skipulögð um Árnessýslu. Lagt verður af stað með rútu kl. 9:00 frá efra
plani Garðatorgs.
9:00 Lagt af stað frá Garðatorgi
9:45-10:30 Ingibjörg Sigmundsdóttir Heiðmörk 36, Hveragerði – garðaskoðun
11:00-12:30 Snæfoksstaðir í Grímsnesi – Böðvar Guðmundsson sýnir jólatrjáaræktun,
trjáfellingavél og vinnuaðstöðu félagsins
12:30-13:00 Hádegisnesti – snætt í eða við skemmu Árnesinga
13:30-14:15 Hrosshagi í Biskupstungum – Gunnar Sverrisson skógarbóndi með meiru.
14:30-16:30 Heimsókn í ræktun Sigurðar og Guðnýjar að Syðri-Reykjum í Biskupstungum
16:30-17:30 Heimferð gegnum Laugavatn
Árleg haustferð er í boði til félagsmanna Skógræktarfélagsins.
Tilkynnið þátttöku í ferðina eigi síðar en fimmtudaginn 31. ágúst til Barböru Stanzeit
í gsm. 6996233 og barbaras@internet.is
Nýlegar athugasemdir