Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

júní 2018

Fullveldislundur gróðursettur

Með Fréttir





Gróðursett í Fullveldislund í Sandahlíð

 

Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá í skógum landsins laugardaginn 23. júní  undir yfirskriftinni Líf í lundi. Skógræktarfélag Garðabæjar í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands bauð uppá gróðursetningu Fullveldislundar í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands í Sandahlíð. 

Fjölskyldur tóku þátt í gróðursetningu og þáðu veitingar s.s. pylsur af grillinu og ketilkaffi.

 

Börnum var boðið á hestbak af reiðskóla á félagssvæði hestamannafélagsins Spretts á Kjóavöllum sem liggur að skógræktar- og útivistarsvæðinu í Sandahlíð. Þar eru einnig leiktæki sem börnin sóttu í enda góð aðstaða að koma saman í skóginum í Sandahlíð.


Líf í lundi er samstarfsverkefni ýmissa skógaraðila á Íslandi og er markmið átaksins að fá almenning til að heimsækja skóga landsins, stunda hreyfingu og njóta saman útiveru.


lf  lundi 2018 12

lf  lundi 2018 19



Fullveldislundur

Með Fréttir

Gróðursetning Fullveldislundar í Sandahlíð


Laugardaginn 23. júní kl. 14-16 verður aldarafmæli fullveldis Íslands minnst með gróðursetningu Fullveldislundar á skógræktarsvæði Skógræktarfélags Garðabæjar í Sandahlíð. Létt og skemmtileg gróðursetning fyrir alla og mun Frú Vigdís Finnbogadóttir taka þátt í henni.

Verkfæri á staðnum og aðstoðarmenn og skógfræðingar leiðbeina við gróðursetningu.

Veitingar í boði fyrir gesti og Hestamannafélagið Sprettur býður yngri kynslóðinni á hestbak. Leiktæki fyrir börn. Næg bílastæði á svæðinu.

Hjartanlega velkomin í skóginn milli kl. 14:00 – 16:00 en Sandahlíðin er vaxin fallegum útivistarskógi, sem gaman að njóta. 

Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins, sem skógaraðilar á Íslandi standa sameiginlega að. Nánari upplýsingar um viðburði verður hægt að finna á  https://www.skogargatt.is/ og www.skoggb.is

Skógræktarfélag Garðabæjar

Skógræktarfélag Íslands

 

 

 



Yrkja vor 2018

Með Fréttir



Yrkjugróðursetning nemenda grunnskóla

 

 

Nemendur tveggja grunnskóla í bænum tóku þátt í gróðursetningu yrkjuplantna í dag 5. júní.


Allir nemendur Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum gróðursettu birkiplöntur í móann austan við skólann.


Nemendur 4. bekkja Flataskóla gróðursettu birkiplöntur í Bæjargarðinn í Garðahrauni.


Aðrir skólar í bænum gera ráð fyrir þátttöku í yrkjugróðursetningu nk. haust í byrjun skólaárs.

Grunnskólar í Garðabæ hafa ævinlega verið virkir þátttakendur í yrkjuverkefninu.















Kolefnisjöfnun

Með Fréttir

Kvenfélagskonur kolefnisjafna í Smalaholti


Það skein sól, loksins eftir langvarandi rigningar, þegar 18 kvenfélagskonur komu saman í Smalaholti á dögunum. Þær gróðursettu 83 trjáplöntur í reit félagsins en tilgangurinn var að hittast og kolefnisjafna flugferð félagsins.


Vorferð félagsins var til Edinborgar daganna 4.–7. maí og kom upp sú hugmynd að kolefnisjafna flugið með því að gróðursetja í kvenfélagsreitinn.


Konum var boðið uppá kakó og nýbökuð horn að lokinni gróðursetningu.


Skógarnefnd Kvenfélags Garðabæjar