Haustgróðursetning grunnskólanema
Fjórir grunnskólar tóku þátt í gróðursetningum á birkiplöntum á vegum Yrkju-verkefnisins í haust.
Allir nemendur Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans gróðursettu í Sandahlíð þann 6. september og nemendur úr fjórða bekk Hofstaðaskóla og Álftanesskóla gróðursettu á Bessastaðanesi þann 11. september. Ásta Leifsdóttir og Erla Bil Bjarnardóttir frá Skógræktarfélagi Garðabæjar leiðbeindu börnunum og sýndu réttu handtökin. Vel viðraði til gróðursetninga báða dagana og gekk verkefnið vonum framar.
Nýlegar athugasemdir