Vel heppnaður jólaskógur
Jólaskógur var haldinn í Smalaholti laugardaginn 15. desember síðastliðinn
Þá tóku skógræktarfélagar og móti fólki í skóginum, leiðbeindu og aðstoðuðu eftir þörfum við val á jólatrjám.
Gestir nutu útiveru og nálægðar við skóginn þegar þeir komu í Smalaholtið til að velja jólatré fjölskyldunnar.
Boðið var upp á heitt kakó, piparkökur og flatbrauð með hangikjöti.
Það vantaði ekkert nema snjóinn til að fullkomna jólastemninguna.
Nýlegar athugasemdir