Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

apríl 2019

Ruslahreinsun í Smalaholti

Með Fréttir

Hreinsunarátak Skógræktarfélags Garðabæjar í Smalaholti

Kæru skógræktarfélagar og aðrir velunnarar.

Bjóðum sumarið velkomið með samveru í skóginum og hreinsum hann af óvelkomnu rusli.

Þriðjudaginn 30. apríl kl. 19:30 er boðað til hreinsunar á skógræktarsvæðinu í Smalaholti. Mæting á neðra plani. Verkefnið er liður í hreinsunarátaki bæjarins og jafnframt fjáröflun fyrir félagið.

Höfum gaman saman og hreinsum skóginn

Með skógarkveðju,

Stjórnin.