Mikið rusl í Smalaholti
Tíu vaskir skógræktarfélagar tíndu rusl í Smalaholti í blíðunni 30. maí. Verkefnið er liður í hreinsunarátaki Gar’abæjar og jafnframt fjáröflun fyrir félagið. Áberandi var plast og plasteinangrun sem fokið hafði af byggingarsvæðum í nágrenninu en hvimleiðast er mikið magn af sígarettustubbum sem eru sérstaklega áberandi á áningarstöðum í skógarrjóðrum og á bílastæðum.
Nýlegar athugasemdir