Erla Bil Bjarnardóttir kosin heiðursfélagi
Skógræktarfélags Garðabæjar
Á aðalfundi Skógræktarfélags Garðabæjar 11. maí 2020 var Erla Bil Bjarnardóttir kosin heiðursfélagi en stjórn félagsins samþykkti á stjórnarfundi í febrúar að leggja tillöguna fyrir aðalfund.
Erla Bil Bjarnardóttir og Skógræktarfélag Garðabæjar hafa verið samofin í yfir 30 ár en hún var einn aðalhvatamaðurinn að stofnun félagsins.
Hún var kosin fyrsti formaður félagsins á stofnfundi þess 24. nóvember 1988 og starfaði sem slíkur í 31 ár eða allt þar til á aðalfundi í mars 2019 er hún lét af störfum.
Hún hefur unnið ötullega að framgangi félagsins og uppbygginu þess hvort heldur er varðar að útvega svæði til ræktunar fyrir félagið eða gróðursetningu á þeim. Skógræktarfélag Garðabæjar hefur haft umsjón með gróðursetningu á eftirfarandi sjö svæðum, Smalaholt, Sandahlíð, Hnoðraholt, Hádegisholt, Tjarnholt, Leirdal og í Brynjudal.
Sem dæmi um öflugt starf undir hennar stjórn þá gerði félagið samning um Landgræðsluskóga 1990, við stjórn Skógræktarfélags Íslands sem tryggði félaginu plöntur til gróðursetningar. Þann 10. maí 1990 hófst Landgræðsluskógaverkefnið með gróðursetningu í Smalaholti með þátttöku frú Vígdísar Finnbogadóttur forseta, þingmanna, bæjarfulltrúa og fjölda fólks. Átakið var mjög öflugt þetta sumar en þá voru settar niður um 70 þúsund trjáplöntur í Garðabæ, eða um tíu plöntur á hvern Garðbæing. Þetta verkefni lýsir vel stórhug og atorku Erlu Biljar.
Erla Bil hefur ekki aðeins haft forystu um að fá fyrir hönd félagsins lönd til gróðursetningar og skipuleggja gróðursetningu á þeim. Hún var einnig í farabroddi þegar svæðin í Smalaholti og Sandahlíð voru skipulögð sem var forsenda þess að hægt væri að leggja útivistarstíga og áningastaði á svæðunum öllum til heilla.
Hér hafa aðeins verið talin upp nokkur verkefni sem Erla Bil hefur verið hvatamaður að og unnið að fyrir hönd Skógræktarfélags Garðabæjar.
Erla Bil hefur svo sannarlega lagt sitt að mörkum í þágu skógræktar í Garðabæ svo og útivistar og þar með loftlagsmála í yfir þrjá áratungi.
Kristrún Sigurðardóttir, formaður Skógræktarfélags Garðabæjar.
Nýlegar athugasemdir