Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

september 2020

Stígagerð í Sandahlíð

Með Fréttir

Umhverfishópar ungmenna í átaksverkefni á vegum Garðabæjar unnu að því í sumar að bæta við stígakerfið í útivistarskóginum í Sandahlíð og þar með urðu til tvær nýjar hringleiðir. Stígarnir eru lagðir kurli sem ungmennin keyrðu í  hjólbörum.

Skógurinn í Sandahlíð er vinsæll meðal almennings jafnt Garðbæinga sem íbúa úr nágrannasveitafélögum. Lenging stíganna sem nemur um 800 m mun því nýtast útivistarafólki vel hvort heldur í skjóli trjánna eftir aspargöngum eða eftir brún Sandahlíðar með glæsilegu útsýni, yfir byggðina í kringum Garðabæ og til fjalla. Ekki tókst að ljúka við brúnastíginn að fullu en það á eftir að keyra kurli í stíginn á um 30-40 m kafla, en sá stígur verður rúmlega 500 m langur þegar honum er lokið.

Skógræktarfélag Garðabæjar lét skipuleggja Sandahlíð 1993 og í framhaldinu  var lagður útivistarstígur eftir endilangri Sandahlíð og ræktunarreitum úthlutað innst á svæðinu með aðgengi m.a. frá Kópavogi við Guðmundarlund. 1994 hófst gróðursetning í Sandahlíð sem reitarhafar unnu sem og félagar í Skógræktarfélaginu og ungmenni á vegum bæjarins. Félagið útbjó áningarstað á Sandaflöt 1995 með leiktækjum, grilli og útiborðum og lagði veg inn á svæðið og bílaplan sem stækkað hefur verið nokkrum sinnum. Í dag er Sandahlíð fallegur útivistarskógur og er svæðið að mestu fullplantað nema þar sem lúpínan er sem þéttust.

Haustferð fellur niður

Með Fréttir

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar þykir leitt að tilkynna að vegna kórónuveirufaraldursins fellur árleg haustferð félagsins niður í ár. Við stefnum hins vegar á að mæta tvíefld til leiks að ári og bjóðum þá upp á spennandi og fræðandi haustferð.

 

Barbara afhendir Reyni Þorsteinssyni, formanni skógræktarfélags Skilmannahrepps, plöntur með þakklæti fyrir móttökurnar.