Haustferð 2022
Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar verður farin laugardaginn 24. september n.k. um Borgarfjörð og Hvalfjarðarsveit.
Félagið leggur til rútu til ferðarinnar en þátttakendur þurfa að hafa með sér hádegisnesti.
Dagskrá:
- Lagt af stað frá bílastæðinu bak við blokkirnar við Kirkjulund 12 og 14, kl. 9:00.
- Fyrsta stopp er við Einkunnir sem er skammt norðan Borgarness, leiðsögn verður um skóginn.
- Frá Einkunnum verður ekið að Arnarholti í Stafholtstungum þar sem hjónin Laufey Hannesdóttir og Gísli Karel Halldórsson munu taka á móti okkur. Hádegisnesti verður borðað í gamla bænum í Arnarholti. Þau Laufey og Gísli Karel munu fræða okkur um þá skógrækt sem er á staðnum, en eigendur jarðarinnar eru 16 fjölskyldur sem flestar hafa staðið að talsverðri skógrækt þar.
- Eftir hádegisverðinn verður farið í skoðunarferð um svæðið.
- Á heimleiðinni heimsækjum við hjónin Sólveigu Jónsdóttur og Ólaf R. Jónsson sem hafa komið sér upp unaðsreit á bökkum Laxár þar sem fjölbreytni í trjám og runnum er í hávegum höfð.
- Heimkoma er áætluð um kl. 17.
- Þeir, sem hyggjast taka þátt í þessari ferð þurfa að tilkynna það sem fyrst og eigi síðar en fimmtudags-kvöldið 22. september til Sigurðar Þórðarsonar varaformanns, í síma 864-5038 eða á netfang; sigthordar@internet.is
Nýlegar athugasemdir