Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar verður farin laugardaginn 16. september n.k. um Reykjanes og Ölfus.
Félagið leggur til rútu til ferðarinnar en þátttakendur þurfa að hafa með sér hádegisnesti.
Dagskrá:
- Lagt af stað frá bílastæðinu bak við blokkirnar við Kirkjulund 12 og 14, kl. 9:00.
- Fyrsta stopp er við Háabjalla sem er ræktunarsvæði Skógræktarfélagsins Skógfells í Vogum þar sem Oktavía Ragnarsdóttir formaður félagsins mun taka á móti okkur.
- Frá Háabjalla verður ekið til Grindavíkur þar sem Pálmar Guðmundsson formaður Skógræktarfélags Grindavíkur mun taka á móti okkur og kynna okkur ræktun Selskógarins í hlíðum fjallsins Þorbjarnar.
- Frá Grindavík verður ekið um Suðurstrandarveg að Bugum í Ölfusi þar sem hjónin Aðalsteinn Sigurgeirsson og Steinunn Geirsdóttir hafa ræktað mikið skógræktarsvæði við sumarbústað sinn. Hádegisnesti verður borðað þar.
- Að lokinni skoðunarferð um svæðið við Buga verður ekið til hjónanna Vésteins Rúna Eiríkssonar og Hörpu Karlsdóttur og skógræktarreitur þeirra skoðaður. Reiturinn er í Ölfusinu nokkru norðar.
- Að lokinni skógargöngunni verður haldið heim á leið og er heimkoman í Garðabæ áætluð um kl. 17.
- Þeir, sem hyggjast taka þátt í þessari ferð þurfa að tilkynna það sem fyrst og eigi síðar en fimmtudags-kvöldið 14. september til: Sigurðar Þórðarsonar formanns, í síma 864-5038 eða á netfang; sigthordar@internet.is
Nýlegar athugasemdir