Tjarnholt
Um 46 ha að stærð, í landi Urriðavatnslands
Félagið fékk umsjón með svæðinu til skógræktar 1994. Vegslóði var ruddur og grjóthreinsaður í samstarfi við landeigendur til aðfanga, en ekki var borið í hann svo hann hefur gróið upp.
Gróðursetningar fóru fram að mestu af atvinnuátaki ungs fólks á vegum Garðabæjar. Svæðið er öllum opið en ekki nægilega aðgengilegt almenningi, enda engir stígar á svæðinu. Áburðargjöf á trjáplöntur og önnur umhirða.
Aðkoma frá Hlíðarvegi í Heiðmörk, þar er grænt landgræðsluskógaskilti við aðkomu við línuveg inn af Heiðmerkurvegi. Svæðið er samt mjög skemmtilegt til skoðunar í námunda við Selgjá og austan í Syðsta Tjarnholti stendur Markasteinn milli jarðanna Urriðakots og Setbergs. Þaðan er víðsýnt austur yfir Smyrlabúðarhrauns sem er hluti Búrfellshrauns.