Árlegir aðalfundir félagsins eru haldnir í mars. Boðið er uppá erindi að lokinni dagskrá aðalfundar og kaffihléi. Erindin eru fjölbreytt svo sem um skógrækt, landgræðslu, fugla og önnur áhugaverð náttúrutengd málefni félagsmanna. Einnig hefur verið boðið upp á ferðasögur í máli og myndum sem er ætíð vinsælt efni.