Skip to main content

Vinnu- og samverukvöld

Með mars 14, 2010janúar 21st, 2019Fréttir

Frá stofnun félagsins hafa vinnu- og samverukvöld verið  starfrækt þ.e.a.s. yfir tvo áratugi. Þetta er angi af sjálfboðaliðastarfi skógræktarfélagsins. Safnast er saman í aðstöðu félagsins nálægt gatnamótum Vífilsstaðavegar og Elliðavatnsvegar, kl. 20 á þriðjudagskvöldum í maí og júní. Þaðan er farið út á skógræktarsvæðin til gróðursetninga, hlúð að plöntum, eða skoðuð svæðin. Alltaf er sest niður í lokin og spjallað yfir kaffisopa og skráð í dagbókina. Þessar kvöldstundir taka um tvær klst. Félagsmenn geta gengið að þessari starfssemi vísri yfir þessa tvo vormánuði.

Þegar farið er upp í Brynjudal, er lagt af stað úr aðstöðu félagsins kl. 18:00.

 

 

vinnukvold_hofsstadasystur_1995