Ábendingar vegna endurskoðunar aðalskipulags
Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar hefur komið á framfæri ábendingum vegna endurskoðunar aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030. Stjórn félagsins fagnar því að vinna við endurskoðun skipulagsins sé hafin og vill fá að taka þátt í þeirri vinnu frá upphafi. Markmið félagsins er að byggja upp góða útivistaraðstöðu á umsjónarsvæðum félagsins til að íbúar bæjarins og aðrir geti notið þar útivistar og náttúruskoðunar.
Ábendingar stjórnar Skógræktarfélags Garðabæjar vegna endurskoðunar aðalskipulags bæjarins má sjá í pdf-skjali hér að neðan.