Skip to main content

skógræktarfélagar í Bæjarstaðarskógi

Með október 4, 2015janúar 21st, 2019Fréttir

Skógræktarfélagar í Bæjarstaðarskógi

 

Skógræktarfélag Íslands stóð fyrir ferð austur í Öræfi dagana 25. og 26. september síðastliðinn að heimsækja skóginn í Bæjarstað eins og heimamenn segja og votta Reyninum í Sandfelli virðingu.


Um 80 ár er frá friðun Bæjarstaðarskógar er Hákon Bjarnason ásamt sjálfboðaliðum úr Öræfum afgirtu 22 ha með 2200 m girðingu, þá var skógurinn 12 ha. Tilefni ferðarinnar var að minnast friðunar skógarins. Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við LBHÍ, var leiðsögumaður göngunnar í Bæjarstað, enda gjörkunnugur á svæðinu. Vakti hann athygli á margvíslegu á leið okkar s.s. útbreiðslu birkisins út frá skóginum, sjálfgrisjun í skóginum bæði þeim eldri og yngri. Veðrið lék við göngufólkið sem hafði flýtt för í skóginn vegna slæmrar veðurspár. En veðrið var yndislegt með hreinni og tærri fjallasýn umhverfis og að Morsárjökli.

Mjög áhugaverð fræðsluerindi um Bæjarstaðarskóg fluttu Bjarni Diðrik, Sigurður H. Magnússon, Þorsteinn Tómasson og Aðalsteinn Sigurgeirsson.

 

Í lok ferðar var ekið austur að Sandfelli, þar sem reyniviðurinn staki var útnefndur „Tré ársins 2015“ að viðstaddri fjölskyldunni ættaðri frá Sandfelli ásamt skógræktarfélögunum. Reynirinn sem var gróðursettur árið 1923, kom nokkurra ára gamall úr gróðrastöðinni á Hallormsstað.

 

Frábær ferð til heiðurs hinum aldna skógi og reynivið.