Yrkjugróðursetning nemenda grunnskóla
Nemendur tveggja grunnskóla í bænum tóku þátt í gróðursetningu yrkjuplantna í dag 5. júní.
Allir nemendur Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum gróðursettu birkiplöntur í móann austan við skólann.
Nemendur 4. bekkja Flataskóla gróðursettu birkiplöntur í Bæjargarðinn í Garðahrauni.
Aðrir skólar í bænum gera ráð fyrir þátttöku í yrkjugróðursetningu nk. haust í byrjun skólaárs.
Grunnskólar í Garðabæ hafa ævinlega verið virkir þátttakendur í yrkjuverkefninu.