
Haustgróðursetning grunnskólanema
Fjórir grunnskólar tóku þátt í gróðursetningum á birkiplöntum á vegum Yrkju-verkefnisins í haust.
Allir nemendur Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans gróðursettu í Sandahlíð þann 6. september og nemendur úr fjórða bekk Hofstaðaskóla og Álftanesskóla gróðursettu á Bessastaðanesi þann 11. september. Ásta Leifsdóttir og Erla Bil Bjarnardóttir frá Skógræktarfélagi Garðabæjar leiðbeindu börnunum og sýndu réttu handtökin. Vel viðraði til gróðursetninga báða dagana og gekk verkefnið vonum framar.