Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar verður farin laugardaginn 14. september um Suðvesturland
Félagið leggur til rútu til ferðarinnar en þátttakendur þurfa að hafa með sér hádegisnesti.
Dagskrá:
• Lagt verður af stað frá bílastæðinu bak við blokkirnar við Kirkjulund 12 og 14, kl. 9:00.
• Fyrsta stopp er við Mógilsá, fræðsla og leiðsögn um skóginn.
• Álfholtsskógur í Hvalfjarðasveit – leiðsögn um skóginn. Borðum hádegisnesti í skóginum þar sem Skógræktarfélag Skilmannahrepps býður upp á kaffi og kakó.
• Heimsókn til Hilmars og Hugrúnar í sumarbústaðaland þeirra í Svarfhólsskógi í Svínadal.
• Síðasta stopp verður í Brynjudal í Hvalfirði þar sem jólatrjáareitur Skógræktarfélags Garðabæjar verður heimsóttur.
• Heimkoma er áætluð um kl. 17.
Þeir, sem hyggjast taka þátt í þessari ferð, þurfa að tilkynna það sem fyrst og eigi síðar en fimmtudags-kvöldið 12. september til Kristrúnar Sigurðardóttur formanns, í síma 866-3164 eða á netfangið kristrun@islandia.is