Skip to main content

Vinnukvöld 7. júní

Með júní 2, 2021júní 6th, 2021Fréttir

Skógræktarfélag Garðabæjar stendur fyrir vinnukvöldi mánudaginn 7. júní kl. 19. Komið verður saman í aðstöðu félagsins við Vífilsstaðavatn og haldið þaðan í Smalaholt og Sandahlíð. Í Smalaholti þarf að slá lúpínu frá völdum plöntum við trjásýnistíg og bera á. Í Sandahlíð verður unnið að grisjun og uppkvistun og þarf fólk til að draga greinar frá skógarhöggsmönnunum og koma þeim snyrtilega fyrir.

 

Að lokinni vinnustundinni verður boðið upp á hressingu í skóginum.

 

Allir velkomnir.