Óskað samstarfs um mat á verðgildi Smalaholts
Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar, kt. 490389-1139, óskar eftir samstarfi við Garðabæ um að gert
verði faglegt mat á verðgildi skógarins, stíga og áningarstaða á umsjónarsvæði Skógræktarfélagsins
í Smalaholti í landi Vífilsstaða.
Félagið hefur ræktað þar skóg og byggt upp útivistarsvæði frá 1988 með gerð útivistarstíga, bekkja
meðfram stígum og áningastaðar í Furulundi með grillaðstöðu og borðum. Nú síðari ár hefur
verið unnið að grisjun skógarins svo hann sé alltaf sem best aðgengilegur til útivistar. Einnig
með því að skapa jólastemningu með opnum jólaskógi í desember.
Smalaholtið er skógræktarfélögum í Garðabæ mjög kært, svæðið var fengið til umsjónar til
skógræktar af stjórn Ríkisspítalanna árið 1988. Sem var forsenda þess að stofna skógræktarfélag
í bænum þann 24. október 1988, félagið er því 30 ára í ár.
Við upphaf stofnunar félagsins myndaðist góð samstaða um Smalaholtið, þannig að flest félagasamtök
í Garðabæ auk grunnskólanna þáðu boð og fengu úthlutað reitum um 1 ha í Smalaholti til að rækta
sér sinn yndisskóg sem hefur gengið eftir með fallegum útivistarskógi.
Frá upphafi hefur Skógræktarfélag Íslands verið aðili að skógrækt í Smalaholti, þar má nefnda
að landsátakið um Landgræðsluskóga hófst á Smalaholti 10. maí 1990 þegar frú Vigdís Finnbogadóttir
forseti gróðursetti fyrstu plönturnar í örfoka landið ásamt þingmönnum, bæjarfulltrúum og almenningi.
Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar telur rétt að fari fram mat á Smalaholti sem hugmyndir erum
um að fari undir golfvöll.
Leitað hefur verið upplýsinga um framkvæmd á slíku mati sem gerð hafa verið t.d. á skógrækt
ofan Neskaupsstaðar, Eskifjarðar og Ísafjarðar vegna snjóflóða- og aurvarnagarða.
Lagt er til að farin verði sú leið sem mörkuð var með samkomulagi frá 8. júní 2015 milli
Ofanflóðasjóðs og Skógræktarfélags Íslands. Þar voru markaðar skýrar reglur um mat og verðmæti
trjágróðurs auk þess sem getið er um hvernig framkvæmd er háttað við gerð þess. Þar er horft til
þess að tveir til þess bærir aðilar vinni að gerð matsins. Stjórn félagsins leggur til að horft verið til
reynslu sambærilegs verkefnis og um er að ræða í Smalaholti. Leitað verði eftir fagþekkingu þeirra
aðila sem hafa mesta reynslu hér á landi við gerð slíks mats.
Það er betra að meta skóginn á fæti en fallinn.
Virðingarfyllst f.h. Skógræktarfélags Garðabæjar
Erla Bil Bjarnardóttir, formaður
Nýlegar athugasemdir