Skip to main content
All Posts By

a8

Haustferð 2017

Með Fréttir

 

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar 2017

 

 

Árleg haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar er fyrirhuguð laugardaginn 2. september.

 

Dagskrá hefur verið skipulögð um Árnessýslu. Lagt verður af stað með rútu kl. 9:00 frá efra

plani Garðatorgs.


9:00               Lagt af stað frá Garðatorgi

9:45-10:30      Ingibjörg Sigmundsdóttir Heiðmörk 36, Hveragerði – garðaskoðun

11:00-12:30    Snæfoksstaðir í Grímsnesi – Böðvar Guðmundsson sýnir jólatrjáaræktun,

                      trjáfellingavél og vinnuaðstöðu félagsins

12:30-13:00    Hádegisnesti – snætt í eða við skemmu Árnesinga

13:30-14:15    Hrosshagi í Biskupstungum – Gunnar Sverrisson skógarbóndi með meiru.

14:30-16:30    Heimsókn í ræktun Sigurðar og Guðnýjar að Syðri-Reykjum í Biskupstungum

16:30-17:30    Heimferð gegnum Laugavatn

 

Árleg haustferð er í boði til félagsmanna Skógræktarfélagsins.

 

Tilkynnið þátttöku í ferðina eigi síðar en fimmtudaginn 31. ágúst til Barböru Stanzeit

í gsm. 6996233 og barbaras@internet.is

Brynjudalsferð 2017

Með Fréttir

Brynjudalsferð


Gróðursetningarferð í reit Skógræktarfélagsins uppi í Brynjudal verður farin þriðjudaginn 27. júní.


Mæting kl.18:00 við aðstöðu félagsins austan Vífilsstaði og sameinast í bíla. Þeir sem vilja mæta beint í Brynjudalinn er það velkomið um kl.19.

 

Sjáumst sem flest og njótum fegurðar Brynjudalsins og trjánna okkar.


Gróðursetning Hofsstaðaskóla 2017

Með Fréttir

Gróðursetning í Sandahlíð

Fjórðubekkingar úr Hofsstaðaskóla mættu í Sandahlíð í mildu en svölu veðri þriðjudaginn 5. júní til að setja niður birkiplötur sem skólinn fékk úthlutað úr Yrkjusjóði. Um 80 nemendur voru áhugasamir við gróðursetningu með umsjónarkennurum sínum undir leiðsögn Erlu Biljar Bjarnardóttur, formanns Skógræktarfélagsins. Síðast og ekki síst nutu þeir þess að leika á svæðinu og borða nesti við útiborðin á Sandaflöt innan um sívaxandi skóg í Sandahlíð. Að loknu verki gengu nemendur til baka í skólann m.a. í gegnum Smalaholtið.​






Styrkur frá ráðuneyti

Með Fréttir

Félagið fær styrk frá Umhverfisráðuneytinu

Skógræktarfélag Garðabæjar hlaut nýverið rekstrarstyrk fyrir árið 2017 frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að upphæð 200.000 kr. Ráðuneytið auglýsti í ársbyrjun eftir styrkumsóknum til reksturs félagasamtaka á sviði umhverfismála. Alls bárust ráðuneytinu 15 umsóknir og var veittur styrkur til 11 félagasamtaka. Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar fagnar styrknum enda kemur hann til með að nýtast vel þar sem verkefni félagsins eru ærin.



Undirritun samstarfssamnings

Með Fréttir

Undirritun samstarfsamnings

Gunnar Einarsson bæjarstjóri undirritaði samstarfsamning Garðabæjar við Skógræktarfélag Garðabæjar ásamt stjórnarfólki félagsins.


Stjórn félagsins hefur unnið að endurnýjun samstarfsamningsins sem bæjarstjórn samþykkti 2. mars síðastliðinn.

 

Undirritunin fór fram á aðalfundi Skógræktarfélagins sem haldinn var í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.

 

Þegar hefðbundin aðalfundarstörf voru að baki og samningurinn undirritaður, hélt gestur fundarins, Ólafur Njálsson frá gróðrarstöðinni Nátthaga, fróðlegt erindi um þintegundir.

 

 

 

Aðalfundur 2017

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2017


Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar verður haldinn í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund mánudaginn 13. mars 2017 og hefst kl. 20:00.

 

DAGSKRÁ:

 

1.         Venjuleg aðalfundarstörf:

1.1.           Kjör fundarstjóra

1.2.           Skýrsla stjórnar 2016

1.3.           Reikningar félagsins 2016

1.4.           Ákvörðun um félagsgjöld 2017

1.5.           Stjórnarkjör. Kjósa skal formann, þrjá aðalmenn og tvo til vara auk skoðunarmanns

2.         Önnur mál

3.         Kaffiveitingar í boði félagsins

4.         Erindi Ólafs Njálssonar frá Gróðrarstöðinni Nátthaga: „Sitt lítið af hverju um þintegundir og fleira gott“.

 

 


Allir eru hjartanlega velkomnir.

 

 

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

Athugasemdir við aðalskipulag

Með Fréttir

Skógræktarfélag Garðabæjar hefur gert athugasemdir við tillögur að aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 en tillögurnar voru forkynntar í haust. Athugasemdir skógræktarfélagsins lúta að skipulagi í útmörk bæjarins þar sem umsvif félagsins hafa verið mest.

Hægt er að kynna sér tillögurnar hér að neðan.

Fjölmenni í Jólaskóginum

Með Fréttir

Fjölmenni í Jólaskógi

Opinn jólaskógur Skógræktarfélags Garðabæjar var í Sandahlíð laugardaginn 10. desember.

 

Fjölmargir lögðu leið sína í skóginn að þessu sinni, einkum fjölskyldufólk, enda hin besta skemmtun fyrir unga sem aldna að þramma um fallegan skóginn í leit að hinu eina sanna jólatré sem það fær svo að höggva sjálft og fara með heim. Þegar fólk hafði fundið draumatréð sitt, pökkuðu sjálfboðaliðar Skógræktarfélagsins því í net og buðu svo upp á kakó með piparkökum. Krakkarnir prófuðu leiktækin á svæðinu og allir undu sér vel í skóginum enda prýðisgott veður.

 

Jólaskógurinn var að þessu sinni í Sandahlíð en hefur verið undarfarin ár í Smalaholti. Það er ágætt úrval tegunda að vaxa upp í jólatrjáastærð í Sandahlíð og þar er einnig betra rými til að taka á móti mörgum bílum í einu.

 

 

 

 

jolaskogur 2016 auglysing2

Með Fréttir

Skógræktarfélag Garðabæjar verður með árlegan jólaskóg laugardaginn 10. desember kl. 12-16.

Athugið. Að þessu sinni verður jólaskógurinn á nýjum stað, í Sandahlíð (sjá staðsetningu á korti hér að neðan).

 

jlaskgur2 jpg

 

 

Guðni Guðjónsson minning

Með Fréttir

Guðni Guðjónsson – Minning           

Fæddur 12.04.1931, dáinn 21.10.2016

 

Guðna Guðjónssyni kynntumst við er hópur fólks kom saman haustið 1988 og vann að stofnun skógræktarfélags í Garðabæ. Skógræktarfélag Garðabæjar var í kjölfarið stofnað 24. nóvember 1988. Félagsstarfið varð strax blómlegt og hittust skógræktarfélagar til vinnu og samveru á þriðjudagskvöldum í maí – júlí. Eftir gróðursetningu og önnur störf á skógræktarsvæðunum var sest niður með kaffibrúsann og spjallað saman. Alltaf var Guðni ásamt Barböru sinni til í sjálfboðastörf fyrir Skógræktarfélagið, síðan tók hann sæti í stjórn félagsins á aðalfundi 1999.

 

Á stjórnarfundi þann 31. janúar 2000 lagði formaður til að félagið fengi starfsmann til umsjónar á skógræktarsvæðunum sem hafði fjölgað og stækkað, það voru Smalaholt, Sandahlíð, Hnoðraholt, Tjarnholt og Hádegisholt. Guðni bauð fram sína krafta til starfa á stjórnarfundi 21. mars 2000, sem var fagnað með lófataki. Þetta var eftir að hann hafði lokið sínu hefðbundna ævistarfi að leggja hug sinn og krafta í þágu skógræktarsvæðanna með því að hlú að plöntum að gefa þeim áburð svo þær yxu betur. Hann tók á móti börnum frá leikskólum og skólum á skógræktarsvæðin, leiðbeindi og aðstoðaði við að gróðursetja Ykju plöntur. Fór yfir gróðursetningar grunnskólanema og athugaði hvort betur mætti fara.

 

Guðni vildi ekki þiggja laun fyrir störf sín fyrir Skógræktarfélagið sagði þetta ekki vinnu þó hann dundaði við plöntur á sumrin í um áratug. En honum þóttu kynnisferðir skógræktarfélaganna bæði fróðlegar og skemmtilegar í góðum félagsskap skógræktarfólks sem félagið styrkti hann til þátttöku.

 

Fyrir hönd Skógræktarfélags Garðabæjar eru öll störf og gott viðmót Guðna þökkuð. Færum Barböru, börnum þeirra og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur.

 

Erla Bil Bjarnardóttir

 

guni gujnsson 2008