Vel mætt á myndakvöld
Skógræktarfélag Garðabæjar bauð til myndakvölds frá ferð skógræktarfélaganna um Frönsku alpanna þann 7. nóvember. Ferðin var skipulögð af Skógræktarfélagi Íslands og ferðaskrifstofunni Trex.
Ferðin var farin dagana 13.-20. september 2016 og var aðalleiðsögumaður hinn franski Gabriel Pic sem var við nám og störf hjá Skógræktarfélagi Íslands um nokkurra ára skeið.
Sigurður Þórðarson, einn ferðalanganna og stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Íslands, tók að sér að segja ferðasöguna með myndum úr ferðinni.
Ferðin var í alla staði vel heppnuð með allskonar menningarlegu ívafi.
Formaður Skógræktarfélags Garðabæjar Erla Bil Bjarnardóttir minntist sjötíu ára afmælis Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í sýningarhléi. Hún kallaði fram viðstadda skógræktarfélaga úr Hafnarfirði og færði nágrannafélaginu ritin af Sögu Garðabæjar að gjöf, þar sem skráð er meðal annars saga fyrrum Álftaneshrepps.
Erla Bil Bjarnardóttir, formaður Skógræktarfélags Garðabæjar, afhendir fulltrúum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar gjöf í tilefni
sjötugsafmælis félagsins.
Nýlegar athugasemdir