Skip to main content
All Posts By

a8

Myndakvöld

Með Fréttir

MYNDAKVÖLD UM FERÐ SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS TIL ÞÝSKALANDS

 

Skógræktarfélag Íslands efndi til ferðar til Bæjaralands í Þýskalandi dagana 11.−18. september s.l.

 

Nokkrir félagar úr Skógræktarfélagi Garðabæjar slóust í för og munu skýra okkur hinum frá ferðinni í tali og með myndum næstkomandi þriðjudagskvöld 16. október. Þarna munum við kynnast einu vinsælasta héraði Þýskalands, skógum þess og öðrum menningarverðmætum á borð við kastala, klaustur og miðaldabæi. Ferðast var m.a. um Bayerischer Wald – stærsta og elsta þjóðgarð landsins, sem liggur að landamærum Þýskalands og Tékklands, en einnig staldrað við í Regensburg, Kelheim og München. Sjón er sögu ríkari. Fararstjóri var Hrefna Einarsdóttir, leiðsögumaður Marcus Kühling og túlkur í ferðinni var Barbara Stanzeit.

 

Myndakvöldið verður haldið í Safnaðarheimili Vídalínskirkju þriðjudagskvöldið 16. október 2012 og hefst klukkan átta. Barbara mun segja frá ferðinni og myndasmiður er Erla Bil.

 

Boðið er upp á kaffi og kleinur í hléinu.

 

Allir velkomnir.

 

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

Haustferð 2012

Með Fréttir

.                                                                                                                                                      

 

 

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar            laugardaginn 1. september 2012

 

Fimmtánda haustferð félagsins verður að þessu sinni farin í Borgarfjörð. Þar verða nokkrir áhugaverðir ræktunarstaðir heimsóttir.

 

Ferðaáætlun:

  • Kl. 9:00 — Brottför frá Garðabæ ― mæting við stóra bílastæðið v/ Vífilsstaðaveg sunnan við Hofsstaði (á milli bláu húsanna á Garðatorgi og Kirkjulundar).
  • Heimsókn í Stallaskóg ― sem er ræktunarsvæði fjölskyldunnar á bænum Efri-Hrepp sem liggur á mörkum Andakíls og Skorradals.
  • Ekið um Skorradal undir leiðsögn Sigvalda Ásgeirssonar framkvæmdastjóra Vesturlandsskóga og komið í Háafellsskóg innan við Stálpastaðaskóg þar sem hádegisnestið verður snætt og gengið um skóginn. http://www.skogur.is/thjodskogarnir/vesturland/nr/15.
  • Um kl. 14:00–14:30 verður haldið í Reykholtsdal og komið að höfuðbólinu Reykholti þar sem stendur myndarlegur skógarreitur. Þar mun séra Geir Waage taka á móti hópnum og leiða um skógarstíga og segja frá.
  • Að lokum verða þau Björn Már Ólafsson og Sigríður Ólafsdóttir heimsótt í sumarbústað þeirra á Sturlu-Reykjum ― í námunda við Reykholt.
  • Heimkoma er áætluð um 19:00 -19:30.

 

Skógræktarfélagið leggur til rútu í ferðina, en þátttakendum er bent á að taka með sér nesti til dagsferðar og skjólgóðan fatnað.

 

Brottför verður laugardaginn 1. september kl. 9:00

frá bílastæðinu sunnan við Hofsstaði.

 

Þátttöku þarf að tilkynna sem fyrst og eigi síðar en fimmtudagskvöldið 30. ágúst n.k. með því að svara þessum pósti eða hafa samband við Erlu Bil, netfang bil@internet.is, eða í síma 820 8588.

           

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

Haustferð

Með Fréttir

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar

 

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar verður farinn laugardaginn 1 september. Lagt af stað frá Hofsstöðum kl. 9:00.

Haustferð

Með Fréttir

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar

 

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar verður farinn laugardaginn 1 september. Lagt af stað frá Hofsstöðum kl. 9:00.

Vinnukvöld sumar 2012

Með Fréttir

Dagskrá Skógræktarfélgs Garðabæjar 2012

Þriðjudagur   8. maí

Kl.   20:00

Vinnu-   og samverukvöld. Hreinsunarátak á skógræktarsvæðum. Mæting í aðstöðu.

Þriðjudagur   15. maí

Kl.   20:00

Vinnu-   og samverukvöld. Gengið um svæðin, umhirðuáætlun skipulögð. Mæting í aðstöðu.

Þriðjudagur   22. maí

Kl.   20:00

Vinnu-   og samverukvöld. Gengið um svæðin, umhirðuáætlun skipulögð. Mæting í aðstöðu.

Þriðjudagur   29. maí

Kl. 20:00

Vinnu-   og samverukvöld. Gengið um svæðin, umhirðuáætlun skipulögð. Mæting í aðstöðu.

Þriðjudagur   5. júní

Kl. 18:00

Ferð   í Brynjudag, gróðursetning og umhirða. Mæting í aðstöðu við Vífilsstaðaveg   kl. 18:00. Hlýr klæðnaður og nesti.

Þriðjudagur   12. júní

Kl.   20:00

Vinnu-   og samverukvöld. Mæting í aðstöðu.

Þriðjudagur   19. júní

Kl.   20:00

Ganga   um Smalaholt eftir nýjum stígum. Lágmynd uppi á Holtinu skoðuð. Mæting á   bílaplani í Smalaholti.

Þriðjudagur   26. júní

Kl.   20:00

Vinnu-   og samverukvöld, mæting í aðstöðu.

Laugardagur   1. sept.

Kl. 9:00-19:00

Haustferð   Skógræktarfélags Garðabæjar. Lagt af stað frá Hofsstöðum kl. 9:00. Nánar   auglýst síðar.

Laugardagur   15. des.

Kl.   12:00-16:00

Opinn   jólaskógur í Smalaholti.

 Kveðja stjórnin

Vinnukvöld sumar 2012

Með Fréttir

Dagskrá Skógræktarfélgs Garðabæjar 2012

Þriðjudagur   8. maí

Kl.   20:00

Vinnu-   og samverukvöld. Hreinsunarátak á skógræktarsvæðum. Mæting í aðstöðu.

Þriðjudagur   15. maí

Kl.   20:00

Vinnu-   og samverukvöld. Gengið um svæðin, umhirðuáætlun skipulögð. Mæting í aðstöðu.

Þriðjudagur   22. maí

Kl.   20:00

Vinnu-   og samverukvöld. Gengið um svæðin, umhirðuáætlun skipulögð. Mæting í aðstöðu.

Þriðjudagur   29. maí

Kl. 20:00

Vinnu-   og samverukvöld. Gengið um svæðin, umhirðuáætlun skipulögð. Mæting í aðstöðu.

Þriðjudagur   5. júní

Kl. 18:00

Ferð   í Brynjudag, gróðursetning og umhirða. Mæting í aðstöðu við Vífilsstaðaveg   kl. 18:00. Hlýr klæðnaður og nesti.

Þriðjudagur   12. júní

Kl.   20:00

Vinnu-   og samverukvöld. Mæting í aðstöðu.

Þriðjudagur   19. júní

Kl.   20:00

Ganga   um Smalaholt eftir nýjum stígum. Lágmynd uppi á Holtinu skoðuð. Mæting á   bílaplani í Smalaholti.

Þriðjudagur   26. júní

Kl.   20:00

Vinnu-   og samverukvöld, mæting í aðstöðu.

Laugardagur   8. sept.

Kl. 9:00-19:00

Haustferð   Skógræktarfélags Garðabæjar. Lagt af stað frá Hofsstöðum kl. 9:00. Nánar   auglýst síðar.

Laugardagur   15. des.

Kl.   12:00-16:00

Opinn   jólaskógur í Smalaholti.

 Kveðja stjórnin

Aðalfundur 2012

Með Fréttir

                                                                           Félag fyrir alla fjölskylduna

 

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2012 verður haldinn

þriðjudaginn 20. mars n.k. kl. 20:00

í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund.  

 

 

D A G S K R Á:

 Myndasýning frá liðnu starfsári félagsins     

  1. 1.Venjuleg aðalfundarstörf
  2. 2.Önnur mál
  3. 3.Kaffiveitingar í boði félagsins
  4. 4.Barbara Stanzeit líffræðingur flytur erindi með myndum: Stórvirkið á Garðaholti. Um ræktun Sigurðar Þorkelssonar og Kristínar Gestsdóttur í Grænagarði

 

Allir velkomnir  –  Takið með ykkur gesti

 

Stjórnin

 

 

Aðalfundur 2012

Með Fréttir

AÐALFUNDUR 2012

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar verður haldinn í Safnaðarheimilinu þriðjudaginn 20. mars kl. 20:00. Að loknum aðalfundarstörfun og kaffiveitningum segir Barbara Stanzeit frá skógarreitnum Grænagarði á Garðaholti.

Allir velkomnir

Stjórnin

Sigríður Gísladóttir minning

Með Fréttir

Minningarorð um Sigríði Gísladóttur frá Hofsstöðum í Garðabæ

sem lést 6. janúar 2012, jarðsett þann 18. janúar 2012

 

 

Frá Skógræktarfélagi Garðabæjar          

 

Við minnumst kærs félaga, Sigríðar á Hofsstöðum. Hún var í undirbúningshóp og stofnfélagi Skógræktarfélags Garðabæjar árið 1988. Sigríður var gerð að fyrsta heiðursfélaga á aðalfundi félagsins 18. apríl 1999. Ekki vildi Sigga sitja í stjórn er stungið var uppá því við stofnun félagsins, heldur vildi vera virkur félagi í skógræktarstarfinu. Það hefur hún svo sannarlega verið alla tíð síðan þar til sjónin fór að svíkja hana fyrir nokkrum árum og erfitt var að ganga um í skógræktinni. Alla tíð hefur Sigga fylgst með og hvatt til dáða. Því vorum við félagar hennar í Skógræktarfélaginu glöð er hún ásamt systur sinni og dóttur mætti í sumar upp í Smalaholt við formlega opnun nýrra útivistarstíga og trjásýnireits. Smalaholtið er okkur skógræktarfólki sérlega kært því það er fyrsta svæði félagsins. Sigga hafði gaman að taka þátt í ferðum félagsins s.s. uppí Brynjudal þar sem félagið ræktar jólatrjáaskóg, austur að Gaddstöðum í Aldamótaskóga Skógræktarfélaganna, einnig við gróðursetningar í Garðakirkjugarði að ógleymdum haustferðum félagsins. Eitt sinn bauð hún stolt skógræktarfélögum til dóttur sinnar og tengdasonar að skoða ræktun þeirra að Espiflöt í Bláskógarbyggð „hvílíkt blómahaf“. Skógræktarfélagið varðveitir minningar um Siggu við ýmis skógræktar- og félagsstörf þar sem hún var jafnan kát er sest var í kaffipásum og spjallað. Hún var útivistarkona sem átti mörg áhugamál, henni var annt um heimabyggð sína og miðlaði fróðleik til okkar hinna um fyrri tíð og örnefni í Garðabæ.

 

Skógræktarfélagar minnast heiðursfélaga síns, sem ljúfrar og elskulegrar konu.

 

Innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda hennar.

 

Skógræktarfélag Garðbæjar

Jólaskógur

Með Fréttir

Opinn jólaskógur í Smalaholti 2011

 

Margir lögðu leið sína í árlegan jólaskóg í Smalaholti laugardaginn 17. desember s.l. Veðrið var eins og best verður á kosið, lygnt, smá frost og snjór yfir öllu. Jólaskógur er frábært tækifæri fyrir fjöldskylduna til að koma í skóginn, velja og saga sér jólatré og upplifa jólastemmningu úti í náttúrunni. Að þessu sinni voru tekin tré úr landssvæði sem Lionsklúbburinn Eik hefur ræktað undanfarin 20 ár. Eikarkonur buðu upp á heitt kakó og piparkökur og félagar í Skógræktarfélagi Garðabæjar aðstoðuðu gesti við skógarhögg. Aðallega var um að ræða stafafuru og höfðu trén sem mátti saga verið merkt með borða. Jólaskógurinn er kominn til að vera enda full þörf á að grisja skóginn þar sem trén fara ört stækkandi.

Smalaholt er framtíðar útivistarsvæði í Garðbæ þar sem allir eru velkomnir. Skógræktarfélagið hefur staðið fyrir lagningu göngustíga í Smalaholti undanfarin sumur og hyggst halda áfram uppbyggingu svæðisins á komandi árum.