Skip to main content
All Posts By

einar

Árlegur rekstrarstyrkur félagsins hækkar

Með Fréttir

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Barbara Stanzeit, gjaldkeri Skógræktarfélags Garðabæjar, skrifuðu undir endurnýjaðan samning milli bæjarins og skógræktarfélagsins á aðalfundi Skógræktarfélags Garðabæjar 20. mars. Miðað er við að samningurinn gildi í tvö ár og skal endurskoðaður að þeim tíma liðnum en komi ekki til þess skal hann endurnýjast um tvö ár. Árlegur rekstrarstyrkur bæjarins til félagsins hækkar úr 3.000.000 kr. í 3.500.000 samkvæmt nýja samningnum.

Á fundinum var Sigurður Þórðarson kosinn formaður félagsins og tók við því hlutverki af Kristrúnu Sigurðardóttur. Kristrúnu voru færðar gjafir og þakkir fyrir hennar framlag til félagsins. Jafnframt var Helga Thors kjörin ný í stjórn en Kristrún gaf ekki kost á sér til frekari stjórnarsetu.

Að lokum hélt Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, fróðlegt og áhugavert erindi um yndisskóginn.

Kristrún Sigurðardóttir, fráfarandi formaður Skógræktarfélags Garðabæjar og arftaki hennar, Sigurður Þórðarson.

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, ávarpar aðalfund Skógræktarfélags Garðabæjar.

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2023

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2023

Mánudaginn 20. mars kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli

 

DAGSKRÁ

  • Venjuleg aðalfundarstörf:
  1. Kosning fundarstjóra
  2. Skýrsla stjórnar milli aðalfunda 2022-2023
  3. Reikningar félagsins 2022
  4. Ákvörðun um félagsgjöld 2023
  5. Kosning formanns
  6. Stjórnarkjör
  • Önnur mál.

Undrritun á endurnýjun Samstarfssamnings Garðabæjar og Skógræktarfélagsins

  • Kaffiveitingar í boði Skógræktarfélagsins
  • Fræðsluerindi; Yndisskógurinn

Kristinn H. Þorsteinson framkvæmdstjóri Skógræktarfélags Kópavogs segir frá í máli og myndum.

Allir hjartanlega velkomnir

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

 

Enginn jólaskógur vegna ófærðar

Með Fréttir

Því miður verður ekki hægt að hafa jólaskóg í Smalaholti í dag, sunnudag, vegna ófærðar. Við bendum áhugasömum á jólatrjáavef Skógræktarfélags Íslands þar sem nálgast má upplýsingar um jólatrjáasölu á vegum skógræktarfélaganna: https://www.skog.is/jolatrjaavefurinn/.

Jólaskógi í Smalaholti frestað

Með Fréttir

Fyrirhugðum jólaskógi sem fram átti að fara í Smalaholti í dag hefur verið frestað vegna ófærðar.

Ef ákveðið verður að hafa viðburðinn á öðrum degi munu birtast upplýsingar um það hér og á Facebook-síðu félagsins.

Jólaskógur í Smalaholti 17. desember

Með Fréttir

Jólaskógur í Smalaholti

laugardaginn 17. desember kl. 11:30–15:30.

 

Fjölskyldan velur sér tré í skóginum og fellir sjálf.

Fallegar furur og greni.

Sama verð á öllum jólatrjám óháð stærð,

Kr. 8.000

 

Aðkoma að skóginum í Smalaholti er

frá Elliðavatnsvegi norðan við Vífilsstaðavatn

 

 

Ánægjuleg haustferð um Borgarfjörð

Með Fréttir

Sunnudaginn 25. september síðastliðinn fór hópur félaga úr Skógræktarfélagi Garðabæjar í haustferð félagsins í blíðskaparveðri í Borgarfjörð og Hvalfjarðarsveit.

Komið var við í Einkunnum sem er trjáræktar og útivistarreitur skammt norðan Borgarness. Þaðan var haldið að Arnarholti þar sem hjónin Laufey Hannesdóttir og Gísli Karel Halldórsson tóku á móti hópnum og sýndu okkur trjárækt sína og annarra eigenda jarðarinnar Þar er að finna lerki sem plantað var 1909 og er því 113 ára gamalt. Árið 20114 var það valið tré ársins af Skógræktarfélagi Íslands.

Á heimleiðinni var komið við hjá hjónunum Sólveigu Jónsdóttur og Ólafi Jónssyni sem eiga sumarbústaðar- og skógræktarland á bökkum Laxár í Hvalfirði.

Ferðin var í alla staði hin ánægjulegasta og vel heppnuð.

Berserkjasveppur

Hjá Sólveigu og Ólafi

Lerki – tré ársins 2014

Í Einkunnum fólkvangi

Hópmynd frá haustferð 2022

Í Arnarholti

Í Einkunnum fólkvangi

Haustferð 2022

Með Fréttir

Haustferð 2022

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar verður farin laugardaginn 24. september n.k. um Borgarfjörð og Hvalfjarðarsveit.

Félagið leggur til rútu til ferðarinnar en þátttakendur þurfa að hafa með sér hádegisnesti.

Dagskrá:

  • Lagt af stað frá bílastæðinu bak við blokkirnar við Kirkjulund 12 og 14, kl. 9:00.
  • Fyrsta stopp er við Einkunnir sem er skammt norðan Borgarness, leiðsögn verður um skóginn.
  • Frá Einkunnum verður ekið að Arnarholti í Stafholtstungum þar sem hjónin Laufey Hannesdóttir og Gísli Karel Halldórsson munu taka á móti okkur. Hádegisnesti verður borðað í gamla bænum í Arnarholti. Þau Laufey og Gísli Karel munu fræða okkur um þá skógrækt sem er á staðnum, en eigendur jarðarinnar eru 16 fjölskyldur sem flestar hafa staðið að talsverðri skógrækt þar.
  • Eftir hádegisverðinn verður farið í skoðunarferð um svæðið.
  • Á heimleiðinni heimsækjum við hjónin Sólveigu Jónsdóttur og Ólaf R. Jónsson sem hafa komið sér upp unaðsreit á bökkum Laxár þar sem fjölbreytni í trjám og runnum er í hávegum höfð.
  • Heimkoma er áætluð um kl. 17.

 

  • Þeir, sem hyggjast taka þátt í þessari ferð þurfa að tilkynna það sem fyrst og eigi síðar en fimmtudags-kvöldið 22. september til Sigurðar Þórðarsonar varaformanns, í síma 864-5038 eða á netfang; sigthordar@internet.is

 

Haustferð framundan – takið daginn frá

Með Fréttir

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar verður farin laugardaginn 24. september. Að þessu sinni liggur leiðin um Borgarfjörð þar sem áhugaverðir skógræktarstaðir verða heimsóttir. Lagt verður af stað kl. níu og komið heim um kvöldmatarleytið. Nánari upplýsingar verða sendar með tölvupósti til félagsmanna eftir helgina.

Barbara afhendir Reyni Þorsteinssyni, formanni skógræktarfélags Skilmannahrepps, plöntur með þakklæti fyrir móttökurnar.

 

Vinnukvöld í vor

Með Fréttir

Skógræktarfélagið stendur fyrir vinnukvöldum mánudagana  23. og 30. maí kl. 19.

Komið verður saman á neðra planinu í Smalaholti þar sem verkefnum verður úthlutað.

Boðið upp á veitingar að loknu verki.

Vonumst til að sjá sem flesta.

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2022

Með Fréttir

 

Skógræktarfélag Garðabæjar heldur aðalfund í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli mánudaginn 28. mars kl. 20:00.

DAGSKRÁ

  • Venjuleg aðalfundarstörf:
  1. Kosning fundarstjóra
  2. Skýrsla stjórnar 2021
  3. Reikningar félagsins 2021
  4. Ákvörðun um félagsgjöld 2022
  5. Stjórnarkjör
  • Önnur mál
  • Kaffiveitingar í boði Skógræktarfélagsins
  • Fræðsluerindi: Eðaltré í görðum og skógi

Sigurður Þórðarson segir frá í máli og myndum

 

Allir hjartanlega velkomnir

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar