Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Jólaskógur í Smalaholti

Með Fréttir

Jólaskógur í Smalaholti 14. desember

Jólaskógur í Smalaholti verður haldinn

laugardaginn 14. desember kl. 11:30–15:00.

 

Fjölskyldan velur sér tré í skóginum og fellir sjálf.

Fallegar furur og greni.

 

Sama verð á öllum jólatrjám óháð stærð,

Kr. 8.000

 

Aðkoma að skóginum í Smalaholti er

frá Elliðavatnsvegi norðan við Vífilsstaðavatn.

 

 

 

 

 

 

Haustferð um Biskupstungur

Með Fréttir

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar var farin laugardaginn 14. september.

Að þessu sinni lá leiðin um Biskupstungur.

Lagt af stað frá Garðabæ kl. 9 um morguninn.

Fyrsti viðkomustaður var Haukadalsskógur þar sem Trausti Jóhannsson skógarvörður tók á móti félagsmenn og fræddi okkur um staðinn. Gengið var um skóginn á nýlögðum kurlstígum sem eru til mikillar fyrimyndar og gera skóginn mjög aðgengilegan.

 

Við eldstæði í Haukadalsskógi.

Frá Haukadal var ekið að Gamlhólum í Miðhúsaskógi þar sem hjónin Haraldur Tómasson  og
Inga Guðmundsdóttir tóku á móti okkur og sýndu okkur ræktunarsvæði sitt. Ræktunin er um 30 ára gömul og er geysilega tegundarík og var gaman að sjá hve mismunandi græni litur trjánna getur verið. Þarna mátti sjá margar mjög forvitnilegar trjátegundir sem sjást ekki víða.

Hópurinn í landi Haralds Tómassonar og Ingu Guðmundsdóttur.

 

Frá Gamlhólum var ekið að gróðrarstöðinni Kvistabæ í Reykholti sem sérhæfir sig í ræktun skógarplantna og ræktunin þar skoðuð. Gróðrarstöðin ræktar eingöngu til stórnotenda en er ekki með smásölu. Mikil sjálfvirkni er í sáningu þannig að mannshöndin kemur lítið nærri, aðallega starfar mannaflinn við koma bökkum að vélunum og taka þá frá eftir að sáð hefur verið í þá. Athyglisvert er að plönturnar eru geymdar í frystigámum að vetri yil þar sem haldið er 4 stiga frosti. Þannig verða lítil afföll af plöntunum þar sem engir umhleypingar eru að vetrarlagi.

 

Í ræktunargróðurhúsi í Kvistabæ.

Haldið var heim á leið eftir velheppnaðan dag í frábæru veðri og komið til Garðabæjar um kl. 19.

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar

Með Fréttir

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar verður farin laugardaginn 14. september n.k. um Biskupstungur.

Félagið leggur til rútu til ferðarinnar en þátttakendur þurfa að hafa með sér hádegisnesti.

Dagskrá:

  • Lagt af stað frá bílastæðinu bak við blokkirnar við Kirkjulund 12 og 14, kl. 9:00.
  • Fyrsti viðkomustaður er Haukadalsskógur í Biskupstungum þar sem Trausti Jóhannsson skógarvörður mun taka á móti okkur.
  • Frá Haukadal verður ekið að Gamlhólum í Miðhúsaskógi þar sem hjónin Haraldur Tómasson og
    Inga Guðmundsdóttir munu taka á móti okkur og sýna okkur ræktunarsvæði sitt.
  • Frá Gamlhólum verður ekið að gróðrarstöðinni Kvistabæ í Reykholti sem sérhæfir sig í ræktun skógarplantna og ræktunin þar skoðuð.
  • Að því loknu verður haldið heim á leið og er heimkoman í Garðabæ áætluð um kl. 18.

 

Þeir, sem hyggjast taka þátt í þessari ferð þurfa að tilkynna það sem fyrst og eigi síðar en fimmtudags-kvöldið 12. september til: Sigurðar Þórðarsonar formanns, í síma 864-5038 eða á netfang; sigthordar@internet.is

Sveiflum haka og rætkum nýjan skóg

Með Fréttir

Fyrsta vinnukvöld Skógræktarfélags Garðabæjar heppnaðist svo vel að ákveðið hefur verið að blása til annars á morgun, mánudaginn 3. júní. Safnast verður saman við aðstöðu félagsins við Vífilsstaðaveg kl. 19 og farið þaðan á skógræktarsvæðin þar sem haldið verður áfram með áburðargjöf, hreinsun meðfram stígum og lagfæringar og snyrtingar. Þá stendur einnig til að gróðursetja nokkur tré.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

 

 

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2024

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar verður haldinn í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli mánudaginn 8. apríl kl. 20:00.

Dagskrá fundarins

  • Hefðbundin aðalfundarstörf.
  • Önnur mál.
  • Kaffihlé.
  • Fræðsluerindi: Innrétting skógarins. Samson B. Harðarson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Allir hjartanlega velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

Garðbæingar flykktust í Jólaskóginn

Með Fréttir

Fjöldi fólks kom í jólaskóginn í Smalaholti á laugardaginn enda er sterk hefð fyrir því í mörgum fjölskyldum að fara í jólaskóginn og finna draumatréð fyrir heimilið. Gestir urðu ekki fyrir vonbrigðum að þessu sinni heldur snéru glaðir í bragði og rjóðir í kinnum úr skóginum með fenginn í eftirdragi. Þá var gott að þiggja heitt súkkulaði og eitthvað sætt að maula á meðan trénu var rennt í gegnum tromluna. Tæplega 80 tré seldust að þessu sinni og rennur allur ágóði til Skógræktarfélags Garðabæjar. Það munar um minna fyrir  félagið sem ber hitann og þungann af ræktun og umhirðu í Smalaholti og víðar í bæjarlandinu. Skógræktarfélag Garðabæjar þakkar bæjarbúum kærlega fyrir komuna og stuðninginn og hlakkar til að taka á móti þeim að ári.

Helga Thors, stjórnarmaður í félaginu, fangaði stemninguna á myndir.

Fjölbreytt starf á árinu

Með Fréttir

Það er óhætt að segja að starfsemi Skógræktarfélags Garðabæjar hafi verið með blómlegasta móti á árinu samkvæmt nýútkominni starfsskýrslu félagsins. Meðal annars stóð félagið fyrir haustferð, vinnukvöldum, bauð grunnskólanemum að gróðursetja Yrkjuplöntur og sinnti umhirðu og uppbyggingu útivistarskóganna vinsælu í Smalaholti og Sandahlíð.

Hér má nálgast starfsskýrsluna:

Ársskýrsla Skógræktarfélags Garðabæjar 2023.

Jólaskógur í Smalaholti

Með Fréttir

Jólaskógur í Smalaholti

laugardaginn 9. desember kl. 11:30–15:00.

 

Fjölskyldan velur sér tré í skóginum og fellir sjálf.

Fallegar furur og greni.

Sama verð á öllum jólatrjám óháð stærð,

Kr. 8.000

 

Aðkoma að skóginum í Smalaholti er

frá Elliðavatnsvegi norðan við Vífilsstaðavatn.

Haustferð 2023

Með Fréttir

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar verður farin laugardaginn 16. september n.k. um Reykjanes og Ölfus.

Félagið leggur til rútu til ferðarinnar en þátttakendur þurfa að hafa með sér hádegisnesti.

Dagskrá:

  • Lagt af stað frá bílastæðinu bak við blokkirnar við Kirkjulund 12 og 14, kl. 9:00.
  • Fyrsta stopp er við Háabjalla sem er ræktunarsvæði Skógræktarfélagsins Skógfells í Vogum þar sem Oktavía Ragnarsdóttir formaður félagsins mun taka á móti okkur.
  • Frá Háabjalla verður ekið til Grindavíkur þar sem Pálmar Guðmundsson formaður Skógræktarfélags Grindavíkur mun taka á móti okkur og kynna okkur ræktun Selskógarins í hlíðum fjallsins Þorbjarnar.
  • Frá Grindavík verður ekið um Suðurstrandarveg að Bugum í Ölfusi þar sem hjónin Aðalsteinn Sigurgeirsson og Steinunn Geirsdóttir hafa ræktað mikið skógræktarsvæði við sumarbústað sinn. Hádegisnesti verður borðað þar.
  • Að lokinni skoðunarferð um svæðið við Buga verður ekið til hjónanna Vésteins Rúna Eiríkssonar og Hörpu Karlsdóttur og skógræktarreitur þeirra skoðaður. Reiturinn er í Ölfusinu nokkru norðar.
  • Að lokinni skógargöngunni verður haldið heim á leið og er heimkoman í Garðabæ áætluð um kl. 17.

 

  • Þeir, sem hyggjast taka þátt í þessari ferð þurfa að tilkynna það sem fyrst og eigi síðar en fimmtudags-kvöldið 14. september til: Sigurðar Þórðarsonar formanns, í síma 864-5038 eða á netfang; sigthordar@internet.is

Starfsskýrsla 2021-2022 á netið

Með Fréttir

Blómlegu starfi Skógræktarfélags Garðabæjar er gerð góð skil í starfsskýrslu félagsins fyrir starfsárið 2021-2022 sem hefur nú verið birt á netinu. Meðal annars er þar fjallað um vinnukvöld, haustferð, Yrkjugróðursetningar og Smalaholtsmálið.

Nálgast má skýrsluna hér.