Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Haustferð 2016

Með Fréttir

Haustferð Skógræktarfélagsins

Árleg haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar fer fram laugardaginn 10. september. Að þessu sinni verða áhugaverðir staðir í uppsveitum Árnessýslu skoðaðir.

 

Takið daginn frá. Ferðin verður auglýst nánar er nær dregur.

 

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

Brynjudalsferð 2016

Með Fréttir

Árleg Brynjudalsferð Skógræktarfélagsins

 

Félagar í Skógræktarfélagi Garðabæjar fóru í vinnuferð í Brynjudalinn þann 12. júlí til umhirðu í jólatrjáareit félagsins. Sjá myndir af fallegum trjám og þegar hópurinn tók sér kaffipásu í kvöldkyrrðinni.

 

Sígrænar trjátegundir eru aðallega í reitnum í Brynjudal, enda er markmið hans að framleiða jólatré, það er blágreni, fjallaþin, rauðgreni, stafafuru og sitkagreni. Tré úr reitnum hafa verið í boði í opnum jólaskógi í Smalaholti, þá höggvin en ekki á fæti eins og sagt er.

 

Hlúð var að trjánum í reitnum með því að reita gras og sinu frá þeim, gefa þeim áburð og formklippa aðallega að þá tvítoppa. Þa voru gróðursettir nokkrir fjallaþinir og sitkagreni. Flest trén voru mjög falleg, heilbrigð og í góðum vexti ef frá er talin stafafuran sem lítur ekki vel út.

 

 

 

adalfundur 2016

Með Fréttir

 

 

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2016

verður haldinn fimmtudaginn 3. mars 2016 og hefst kl. 20:00.

 

Fundarstaður:

Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll við Kirkjulund

 

 

DAGSKRÁ:

1.         Venjuleg aðalfundarstörf:

1.1.           Kjör fundarstjóra

1.2.           Skýrsla stjórnar 2015

1.3.           Reikningar félagsins 2015

1.4.           Ákvörðun um félagsgjöld 2016

1.5.           Stjórnarkjör. Kjósa skal formann, þrjá aðalmenn og tvo til vara auk skoðunarmanns reikninga.

2.         Önnur mál

3.         Kaffiveitingar í boði félagsins

4.         Gestur fundarins Bjarni Diðrik Sigurðsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands, erindið hans verður um Skógrækt og náttúruskógar í Chile.


Allir eru hjartanlega velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

 

Bjarni Diðrik Sigurðsson fjallar um náttúruskóga Chile í erindi sínu. Ljósmynd: Bjarni Diðrik.

 

Jólaskógur myndir

Með Fréttir

Vel heppnaður jólaskógur í Smalaholti

 

Góð jólastemning var í fallegu vetrarveðri, logni og frosti í Smalaholti laugardaginn 12. desember þegar Skógræktarfélag Garðabæjar var með opinn jólaskóg. Þá gafst fjölskyldum tækifæri til að velja sér jólatré í skóginum.


Undanfarin ellefu ár hefur Skógræktarfélagið staðið fyrir jólaskógi í Smalaholti og oft í samstarfi við önnur félög í Garðabæ sem hafa ræktað skógarreiti í holtinu. Í ár var Kvenfélag Garðabæjar samstarfsaðilinn og bauð gestum upp á heitt kakó og piparkökur í Furulundi eftir göngu um skóginn.


Gaman er að sjá stórfjölskyldur koma ár eftir ár í skóginn og velja tré til jólanna og upplifa hressandi útivist. Sumir voru að koma í fyrsta sinn og voru undrandi á þessum yndislega stað svo skammt frá byggð.


Grisjun skógarins er jafnframt markmið með jólaskóginum þannig að trén sem eftir standa hafa betra vaxtarrými. Varast ber í umhirðu skógræktarsvæða að láta trén vaxa saman þannig að þau skemmi hvert annað. Hjálparsveit skáta í Garðabæ hefur einnig hjálpað til við grisjun í skóginum en sveitin hefur undafarin ár fengið að grisja 100 furur á ári úr Sandahlíð, gegn vægu gjaldi, og selt síðan íbúum á Garðatorgi.


Garðabæingar eiga útivistarskóg rétt við byggðina sem fjölskyldur geta heimsótt allan ársins hring til útivistar og yndisauka. Skógræktarfélag Garðabæjar hefur markvist unnið að því að rækta skóginn við bæjarmörkin undanfarin 25 ár svo og að opna hann fyrir almenning með lagningu göngustíga.






jólaskógur 2015

Með Fréttir

Jólaskógur


Smalaholti við Vífilsstaðavatn

laugardaginn 12. desember kl. 12-16

 

Fjölskyldan velur og sagar sér jólatré

Sama verð fyrir allar stærðir kr. 7000

 

Boðið upp á

heitt kakó og piparkökur

 

Skógræktarfélag Garðabæjar

Kvenfélag Garðabæjar




útivistarkort smalaholt

Með Fréttir

Kort af Smalaholti

Nýtt kort af útivistarsvæðinu á Smalaholti hefur verið sett upp við aðkomuna að svæðinu. Á kortinu má sjá alla göngu- og reiðstíga á Smalaholti, áningarstaði, bílastæði og aðrar upplýsingar sem geta nýst fólki sem á leið um holtið. Loftmyndir ehf unnu kortið fyrir Skógræktarfélag Garðabæjar.

Pdf-skjal af kortinu má nálgast hér. Hægt er að stækka kortið til að skoða það nánar.

 

Kort af Smalaholti

Með Fréttir

Kort af Smalaholti

Nýtt kort af útivistarsvæðinu á Smalaholti hefur verið sett upp við aðkomuna að svæðinu. Á kortinu má sjá alla göngu- og reiðstíga á Smalaholti, áningarstaði, bílastæði og aðrar upplýsingar sem geta nýst fólki sem á leið um holtið. Loftmyndir ehf unnu kortið fyrir Skógræktarfélag Garðabæjar.

Pdf-skjal af kortinu má nálgast hér að neðan. Hægt er að stækka kortið til að skoða það nánar.

 

Kort af Smalaholti

Með Fréttir

Kort af Smalaholti

Nýtt kort af útivistarsvæðinu á Smalaholti hefur verið sett upp við aðkomuna að svæðinu. Á kortinu má sjá alla göngu- og reiðstíga á Smalaholti, áningarstaði, bílastæði og aðrar upplýsingar sem geta nýst fólki sem á leið um holtið. Loftmyndir ehf unnu kortið fyrir Skógræktarfélag Garðabæjar.

 

Pdf-skjal af kortinu má nálgast hér að neðan. Hægt er að stækka kortið til að skoða það nánar.

 

myndakvöld

Með Fréttir

Vel sótt myndakvöld

 

Myndakvöld frá Póllandsferð var vel sótt af félagsfólki og ferðafélögum sem fengu einnig boð á myndakvöldið.

Góður rómur var gerður af greinagóðri kynningu Sigurðar Þórðarsonar með myndum frá formanni og fleiri ferðafélögum.

Þó að hópnum hafi verið stundum skipt í tvennt eða jafnvel í fjóra hópa gat hann þess hvað hverjum og einum hóp var boðið uppá um skóg- og fjalllendi eða menningarleiðsögn í borgum.

 

 

Póllandsferð

Með Fréttir

Myndakvöld frá þjóðgörðum í Póllandi 

Skógræktarfélag Garðabæjar býður öllum áhugasömum til myndakvölds mánudaginn 19. október sem hefst kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund.


Fjallað verður um ferð Skógræktarfélags Íslands til Póllands í síðastliðnum mánuði þar sem notið var skóga og menningar.

Sigurður Þórðarson segir frá áhugaverðri ferð um fjöll, skóga og borgir í Póllandi og Erla Bil Bjarnardóttir sýnir myndir úr ferðinni.


Stjórnin