Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Útivist og gönguleiðir

Með Fréttir

Útivist og gönguleiðir í útmörk Garðabæjar

Árið 2013 hannaði Árni Tryggvason kort yfir gönguleiðir í útmörk Garðabæjar og útivistarsvæði í umsjá Skógræktarfélags Garðabæjar ásamt fjölbreyttum upplýsingum um svæðin. Kortinu hefur meðal annars verið dreift í Smalaholti og Sandahlíð. Hér að neðan má nálgast pdf-skjöl af kortinu góða.

 

Haustferð 2014

Með Fréttir

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar 2014

Árleg haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar var að þessu sinni farin laugardaginn 13. september um Árnessýslu. Ferðin hófst að Foss í Grímsnesi þar sem skoðuð var ræktun Gunnlaugs og Guðrúnar Claessen til áratuga í landi sem er víða erfitt til ræktunar en með natni og elju tókst þeim að koma upp fjölbreyttum og skemmtilegum gróðri í fallegu umhverfi. Þaðan lá leiðin í Friðheima í Reykholti þar sem hópurinn fékk fræðslu m.a. um lífræna ræktun á tómötum og gúrkum þar sem innfluttar flugur eru notaðar til að halda vondu pöddunum í skefjum í stað eiturnotkunar og aðrar til að frjóvga plönturnar. Að því loknu snæddi hópurinn gómsæta tómatsúpu með nýbökuðu brauði í fallegu umhverfi í nábýli við tómatplönturnar. Eftir hádegi lá leiðin til Þóris Sigursteinssonar og Birnu konu hans til að skoða ræktun þeirra í landi Böðmóðsstaða í Laugardalnum. Þar fengum við leiðsögn Þóris um landið þar sem ræktaðar hafa verið um 150 trjátegundir og runnar. Að lokum heimsóttum við Jón Böðvarsson og Arndísi Árnadóttur í Órunes í landi Suðurkots við bakka Hvítár. Þar hafa þau ræktað í yfir tuttugu ár fjölbreytilegan trjágróður í fallegu umhverfi sem hefur vaxið ótrúlega vel, þrátt fyrir erfið skilyrði í upphafi.


Með hverri hausferð bætist okkur skógræktarfólki fróðleikur um ræktun við misjafnar aðstæður en að þessu sinni mættu 30 félagar úr Skógræktarfélaginu í haustferðina og var hún ákafleg ánægjuleg og fróðleg sem endra nær.


Á þessari slóð má sjá fleiri myndir úr ferðinni.

Starfsskýrsla 2013 – 2014

Með Fréttir

Starfsskýrsla Skógræktarfélags Garðabæjar

 

Starfsskýrsla Skógræktarfélags Garðabæjar 2013 – 2014 er komin út og er hægt að nálgast hana hér.

Í skýrslunni er yfirlit yfir helstu verkefni skógræktarfélagsins á þessu tímabili auk þess sem þar má sjá starfsáætlun og fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2014 – 2015.

Yrkjugróðursetning í Sandahlíð

Með Fréttir

Yrkjugróðursetning í Sandahlíð

 

Nemendur Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans gróðursettu birkiplöntur í gær í blíðskaparveðri. Plöntunum var úthlutað til grunnskólanema úr Yrkjusjóði frú Vigdísar Finnbogadóttur sem stofnaður var árið 1992.

Um 290 nemendur Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans gróðursettu í skógræktarsvæðið Sandahlíð sem er umsjónarsvæði Skógræktarfélags Garðabæjar. Leiðbeinendur voru umhverfisstjóri Garðabæjar og starfsfólk garðyrkju. Að lokinni gróðursetningu léku börnin sér og grilluðu í Guðmundarlundi í Kópavogi sem er skammt frá.

 

 

 

Haustferð 2014

Með Fréttir

Haustferð 2014

 

Ágætu skógræktarfélagar

Takið frá laugardaginn 13. september n.k. en þá er boðað til árlegrar haustferðar Skógræktarfélagsins. Að þessu sinni verður farið um Árnessýslu þar sem nokkrir áhugaverðir staðir verða heimsóttir.

Skoðuð verður ræktun tveggja fjölskyldna í Grímsnesi og einnar fjölskyldu í landi Böðmóðsstaða í Bláskógabyggð. Um hádegið fáum við innsýn í dagleg störf í Friðheimum í Reykholti í Biskupstungum. Þar er gert ráð fyrir að þátttakendur kaupi sér gómsæta tómatsúpu. 

Annars hefur fólk með sér nesti yfir daginn, skjólgóðan fatnað og góða skó.

Að öðru leyti er ferðin félögum í Skógræktarfélagi Garðabæjar að kostnaðarlausu.

Stjórnin

Hringsjá á Smalaholti

Með Fréttir

Hringsjá á Smalaholti


Glæsileg hringsjá var afhjúpuð efst á Smalaholti sunnudaginn 25. maí. Hringsjáin er staðsett á hornamarki sveitarfélaganna og er samstarfsverkefni umhverfisnefndar Garðabæjar og umhverfisráðs Kópavogs. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Margrét Björnsdóttir, formaður umhverfisráðs Kópavogs og Júlía Ingvarsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar, afhjúpuðu hringsjánna í kalsa rigningu.

 

Hugmyndina að þessu samstarfsverkefni bæjarfélaganna tveggja áttu þau Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs og Erla Bil Bjarnardóttir umhverfisstjóri Garðabæjar og höfðu þau umsjón með framkvæmdinni.


Hönnuður hringsjárinnar er Jakob Hálfdánarson tæknifræðingur ásamt samstarfsfólki. Örnefnarýnar voru Guðlaugur Rúnar Guðmundsson sagnfræðingur fh. Kópavogs og Sigurður Björnsson verkfræðingur fh. Skógræktarfélags Garðabæjar. Steinssmiðja S. Helgasonar kom hringsjánni fyrir efst á holtinu. En hringsjáin er reist á stöpli hornamarks sveitarfélaganna sem þar var fyrir.


Gunnar bæjarstjóri gat þess að vonandi bæru bæjarfélögin gæfu til að sjá til þess að á Smalaholti verði áfram útivistarsvæði í framtíðinni. Skógræktarfélög Garðabæjar og Kópavogs hafa ræktað útivistarskóg utan í holtinu frá 1990 með landgræðsluskógum. Þar er að vaxa upp myndarlegur  skógur sem er opinn almenningi til útivistar.


Hringsjáin er þegar komin á útivistarkort Skógræktarfélagsins af Smalaholti.


Margrét Björnsdóttir, formaður umhverfisráðs Kópavlgs, Júlía Ingvarsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar og Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, afjúpa hringsjána á Smalaholti.


Vinnukvöld í maí og júní 2014

Með Fréttir

Vinnukvöld hjá Skógræktarfélagi Garðabæjar í maí og júní 2014

13. maí – þriðjudagur

Mæting í aðstöðunni kl. 20:00

20. maí – þriðjudagur

27. maí – þriðjudagur

3. júní – þriðjudagur

Brynjudalur – mæting í aðstöðunni kl. 18:00 eða í Brynjudal kl. 19:00

10. júní

Mæting í aðstöðunni kl. 20:00

Fræðslufundur

Með Fréttir

Fagleg umhirða trjá- og runnagróðurs – Fræðslufundur  

Fjallað um viðhald og umhirðu trjá- og runnagróðurs. Á fræðslufundinum verða leiðbeiningar og áherslur umhverfisnefndar um trjágróður í Garðabæ kynntar. Markmiðið er að gera bæinn meira aðlaðandi, m.a.  með fallegum og heilbrigðum trjágróðri.

Umræður og kaffiveitingar.

 

Fræðslufundurinn verður mánudaginn 31. mars í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli og hefst kl. 20:00

Leiðbeinendur eru Baldur Gunnlaugsson garðyrkjutæknir og Magnús Bjarklind garðyrkjutæknir.

Aðalfundur

Með Fréttir

Aðalfundur

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2014 verður haldinn fimmtudaginn 20. mars 2014 í Safnaðarheimilinu við Kirkjulund og hefst kl. 20:00. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun gestur fundarins, Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna, Skógrækt ríkisins, flytja fræðsluerindi um eðaltré í skjóli skóga. Kaffiveitingar í boði félagsins.

 

Aðalfundarboð verður sent út þegar nær dregur.

 

Allir velkomnir.

 

Stjórnin