Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Opnun stíga og trjásýnistígs

Með Fréttir

Nýr trjásýnistígur í Smalaholti verður opnaður formlega þriðjudaginn 9. ágúst n.k. kl. 17:00. Stígurinn er hluti af stígum sem Skógræktarfélag Garðabæjar hefur skipulagt og lagðir hafa verið undanfarin sumur af atvinnuátaki og skógræktarhópum. Stígarnir eru lagðir með það í huga að gefa gestum tækifæri til að njóta fjölbreytts og vaxandi skógar í Smalaholti. Smalaholt er elsta skógræktarsvæði á vegum Skógræktarfélags Garðabæjar en þar var byrjað að planta 1988. Sjá nánari upplýsingar um svæðið á https://www.skoggb.is/index.php/svaedin/smalaholt

Boðið er til göngu og fagnaðar þriðjudaginn 9. ágúst kl. 17:00 og eru allir sem hafa áhuga velkomnir. Mæting á aðalplani í Smalaholti við Elliðavatnsveg norðan Vífilsstaðavatns.

Skógarganga

Með Fréttir

Skógarganga Skógræktarfélagsins

Siðastliðið þriðjudagskvöld 12. júlí stóð Skógræktarfélagið fyrir göngu með leiðsögn Arndísar Árnadóttur list- og sagnfræðings með gróður- og byggingasögulegu ívafi um Vífilsstaði og nágrenni. Inn í þetta fléttaði svo Erla Bil garðyrkjustjóri af alkunnum skörungsskap ýmsum fróðleik um gróður, fólk og kartöflurækt á Vífilsstöðum. Gengið var um trjálundina á staðnum, gróðurinn skoðaður með vísun í upphaf trjáræktar á reitnum norðan við Vífilsstaðahælið fyrir nær hundrað árum. Ennfremur var vitjað um stæði gamla bæjarins á Vífilsstöðum niður við lækinn og spáð í gildi fornminja. Síðan var gengið um stóru trjásveigana á túninu sunnan við hælið sem gróðursettir voru fyrir hartnær fimmtíu árum. Þeir veittu sannarlega skjól fyrir sunnanvindinum þetta ánægjulega kvöld í  stórum hópi gróðurvina og áhugafólks um verndun Vífilsstaða sem höfuðbóls í Garðabæ. Þrátt fyrir nýslegin túnin mátti skynja hin yfirgefnu hús eitt af öðru. Þessi stórkostlegi staður er vannýtt auðlind Garðabæjar sem ekki má gleymast frekar en handritin og annar menningararfur.

Undirritun um Atvinnuátakið 2011

Með Fréttir

Atvinnuátaksverkefni undirritað

Síðast liðinn miðvikudag undirrituðu Gunnar Einarsson, bæjarstjóri, Magnús Gunnarsson formaður Skógræktarfélags Íslands og Barbara Stanzeit, gjaldkeri Skógræktarfélags Garðabæjar, samning um atvinnuátak sem mun skapa 100 ungmennum í Garðabæ vinnu.  Samningurinn var undirritaður á útivistarsvæðinu Smalaholti norðan megin við Vífilsstaðavatn þar sem fjöldi ungmenna er að störfum í sumar við stígagerð, skógrækt, umhirðu o.fl.   

Samningurinn er hluti af sameiginlegu verkefni sem Skógræktarfélag Íslands í samvinnu við Innanríkisráðuneytið (áður Samgönguráðuneytið) hóf árið 2009. Þetta atvinnátak var hugsað sem þriggja ára verkefni árin 2009-2011. Samningurinn felur í sér vinnu við margvíslega umhirðu og ræktunarverkefni í tvo mánuði á þessu sumri á á svæðum Skógræktarfélags Garðabæjar, m.a. í Smalaholti, Sandhlíð og Vífilsstaðahlíð.

Öll ungmenni sem sóttu um starf hjá Garðabæ fá vinnu í sumar í 8 vikur, um 400 ungmenni starfa hjá bænum í sumar og um helmingur af þeim taka þátt í skógræktarátakinu.

Heimasíðan

Með Fréttir

Heimasíða Skógræktarfélags Garðabæjar var opnuð formlega á aðalfundi félagssins 15. mars 2010 og er ætlun hennar að gera félagsmönnum kleyft að fylgjast með hvað er í gangi og einnig til að halda utan um félagsstafssemi, myndir og skjöl félagssins. Magnús Guðlaugsson bjó til síðuna og setti upp á kerfi sem heitir Joomla!, Magnús er ungur Garðbæingur og félagsmaður í skógræktarfélaginu.

 

Vefstjóri er: Sigurður Hafliðason

Kerfisstjóri er: Magnús Guðlaugsson

Aðalfundur 2011

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2011

verður haldinn mánudaginn 7. mars 2011 og hefst kl. 20:00 

 

Fundarstaður:

Safnaðarheimiilið Kirkjuhvoll við Kirkjulund

 

Dagskrá:

   1. Venjuleg aðalfundarstörf

   2. Önnur mál

   3. Kaffiveitingar í boði félagsins

   4. Gestur fundarins verður Halldór Sverrisson, plöntusjúkdómafræðingur við

       Landbúnaðháskóla Íslands.

Náttúruverndarlög

Með Fréttir

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar kom saman 11.janúar þar sem gengið var frá:

„Umsögn félagsins vegna Frumvarps til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 44/1999, með síðari breytingum, sem lagt verður fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010-2011.“

Í umsögninni eru gerðar alvarlegar athugasemdir við breytingarnar á lögunum.

Vegna fréttar í Fréttablaðinu 13. janúar 2011 frá umhverfisráðuneytinu, um samráð við SÍ varðandi breytingar á lögum um náttúruvernd (http://www.visir.is/hofdu-sannarlega-samrad/article/2011274713954), sendi SÍ frá sér fréttatilkynningu í gær, þar sem segir að Skógræktarfélag Íslands kannist ekki við að samráð hafi verið haft við félagið við undirbúning frumvarps að breytingum á lögum um náttúruvernd. Fréttatilkynninguna má lesa á www.skog.is

Jólaskógur

Með Fréttir

Jólaskógur í Smalaholti

 

Laugardag 18. desember var opinn jólaskógur í Smalaholti. Skógræktarfélag Garðabæjar og Rótarýklúbburinn í Görðum unnu saman að því að opna skóginn fyrir fjölskyldur bæjarins til að velja sér jólatré. Skógrækt hófst í Smalaholti árið 1989 og komið að því að grisja skóginn. Mikil og góð þátttaka var í jólaskóginum, þar sem stórfjölskyldur komu og nutu saman útiveru og völdu sér jólatré.
Þó kalt væri, var kyrrt veður og allir vel búnir til útiveru. Svo var boðið upp á heitt kakó og piparkökur.
Skógræktarfélagið er mjög ánægt með hve þetta tókst vel og samstarfið við Rotaryklúbbinn.

  

17-12-2010_18-17-20_m    17-12-2010_19-29-01_m

Ánægðir viðskiptavinir

17-12-2010_18-36-29_m    IMG_0040_m

Trénu komið í netið                                                    Heitt kakó í kaupbæti  

Sala jólatrjáa

Með Fréttir

Opinn jólaskógur í Smalaholti 2010

Næstkomandi laugardag 18. desember verður opinn jólaskógur í Smalaholti milli kl. 12:00 og 16:00.

Skógræktarfélag Garðabæjar og Rótarýklúbburinn í Görðum vinna saman að því að opna skóginn fyrir fjölskyldur bæjarins til að velja sér jólatré. Aðallega er um að ræða stafafuru og grenitegundir.

Eitt verð á öllum trjám er kr. 5000,- og trén eru pökkuð í net eftir óskum.

Ráðlegt er að mæta vel klæddur en auk þess verður boðið upp á heitt kakó.

Aðkoma að skógræktarsvæðinu í Smalaholti er við bílastæðið af Elliðavatnsvegi, norðan við Vífilsstaðavatn. Flaggað verður á staðnum.

Gerum okkur glaðan dag fyrir jólinn og njótum skógarins.

Með jólakveðju,

Skógræktarfélag Garðabæjar, Rótarýklúbburinn Görðum