Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Jólaskógur 2017

Með Fréttir

Jólaskógur í Smalaholti


Jólaskógur verður í Smalaholti laugardaginn 16. desember kl. 12:00 –16:00.

Aðkoma að svæðinu er af Elliðavatnsvegi.

 

Fjölskyldan velur sér tré í skóginum og fellir sjálf með aðstoð.

Sama verð á öllum tegundum jólatrjáa kr. 7.000.-

Boðið verður upp á kakó og piparkökur.

 

Skógræktarfélag Garðabæjar og Rótarýklúbburinn Görðum


sandahli jlaskg101216 1

Myndakvöld Kanada 2017

Með Fréttir

Myndasýning frá Kanada


Skógræktarfélag Garðabæjar býður til myndasýningar frá ferð Skógræktarfélags Íslands um Alberta og Bresku Kólumbíu

í Kanada í september 2017.


Sigurður Þórðarson sýnir myndir og rekur ferðasöguna.

 

Myndakvöldið verður haldið mánudaginn 30. október og hefst kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund

í Garðabæ.

Boðið verður upp á kaffi í hléi.

 

Allir velkomnir

Stjórnin

Yrkjugróðursetningar 2017

Með Fréttir

Yrkjugróðursetningar í landi Bessastaða


Undanfarna daga í september hafa nemendur 4. bekkjadeilda Álftanesskóla og Hofsstaðaskóla

gróðursett birkiplöntur í landi Bessastaða. Plönturnar fá skólarnir úthlutað úr Yrkjusjóði er

frú Vigdís Finnbogadóttir stofnaði.


Einnig mættu allir nemendur Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans í Sandahlíð til gróðursetningar yrkjuplantna.


Yrkjuverkefnið er í umsjón Skógræktarfélags Garðabæjar sem útvegar svæði til gróðursetninga

og leiðbeinir nemendum og kennurum við gróðursetningarnar.


Hvert barn gróðursetur um tvær plöntur hvert og fræðist um gróður og nýtur útiveru enda var

haustveðrið gott.





Haustferð 2017

Með Fréttir

Haustferð 2017


Laugardaginn 2. september stóð Skógræktarfélag Garðabæjar fyrir haustferð austur í Árnessýslu. Heimóttir voru fjórir áhugaverðir staðir sem allir höfðu sína sérstöðu, sem gerði ferðina fjölbreytta og áhugaverðari. Lagt var af stað frá Garðatorgi um klukkan níu og komið heim síðdegis.


Það er venja Skógræktarfélagsins að þakka fyrir sig með smá gjöfum þar sem Barbara finnur út hvaða plöntur myndu hæfa hverjum og einum. Okkur sýndust plöntugjafirnar hitta vel í mark.

Val heppnuð haustferð Skógræktarfélagsins.


 

Heimsókn í skrúðgarðinn í Hveragerði hjá Ingibjörgu og Hreini. Barbara afhentir þeim kveðjugjöf fyrir móttökurnar.

 



 

Að Snæfoksstöðum var skoðuð jólatrjáarækt undir leiðsögn Böðvars Guðmundssonar.

 


 

Að Hrosshaga var skoðuð skógrækt þeirra hjóna Gunnars Sverrissonar og Sigríðar J. Sigurfinnsdóttur, einnig nýstárlegir

gistimöguleikar í glærum plastkúlum til að njóta norðurljósa og stjörnunótta.

 




 

Að lokum var komið við í bústað í landi Syðri Reykja og skoðuð ræktun Sigurðar og Guðnýjar sem eru miklir safnarar

sem geta komið öllum gróðri til enda mikil fjöldi tegunda sem þau hafa komið til.

 


Haustferð 2017

Með Fréttir

 

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar 2017

 

 

Árleg haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar er fyrirhuguð laugardaginn 2. september.

 

Dagskrá hefur verið skipulögð um Árnessýslu. Lagt verður af stað með rútu kl. 9:00 frá efra

plani Garðatorgs.


9:00               Lagt af stað frá Garðatorgi

9:45-10:30      Ingibjörg Sigmundsdóttir Heiðmörk 36, Hveragerði – garðaskoðun

11:00-12:30    Snæfoksstaðir í Grímsnesi – Böðvar Guðmundsson sýnir jólatrjáaræktun,

                      trjáfellingavél og vinnuaðstöðu félagsins

12:30-13:00    Hádegisnesti – snætt í eða við skemmu Árnesinga

13:30-14:15    Hrosshagi í Biskupstungum – Gunnar Sverrisson skógarbóndi með meiru.

14:30-16:30    Heimsókn í ræktun Sigurðar og Guðnýjar að Syðri-Reykjum í Biskupstungum

16:30-17:30    Heimferð gegnum Laugavatn

 

Árleg haustferð er í boði til félagsmanna Skógræktarfélagsins.

 

Tilkynnið þátttöku í ferðina eigi síðar en fimmtudaginn 31. ágúst til Barböru Stanzeit

í gsm. 6996233 og barbaras@internet.is

Brynjudalsferð 2017

Með Fréttir

Brynjudalsferð


Gróðursetningarferð í reit Skógræktarfélagsins uppi í Brynjudal verður farin þriðjudaginn 27. júní.


Mæting kl.18:00 við aðstöðu félagsins austan Vífilsstaði og sameinast í bíla. Þeir sem vilja mæta beint í Brynjudalinn er það velkomið um kl.19.

 

Sjáumst sem flest og njótum fegurðar Brynjudalsins og trjánna okkar.


Gróðursetning Hofsstaðaskóla 2017

Með Fréttir

Gróðursetning í Sandahlíð

Fjórðubekkingar úr Hofsstaðaskóla mættu í Sandahlíð í mildu en svölu veðri þriðjudaginn 5. júní til að setja niður birkiplötur sem skólinn fékk úthlutað úr Yrkjusjóði. Um 80 nemendur voru áhugasamir við gróðursetningu með umsjónarkennurum sínum undir leiðsögn Erlu Biljar Bjarnardóttur, formanns Skógræktarfélagsins. Síðast og ekki síst nutu þeir þess að leika á svæðinu og borða nesti við útiborðin á Sandaflöt innan um sívaxandi skóg í Sandahlíð. Að loknu verki gengu nemendur til baka í skólann m.a. í gegnum Smalaholtið.​






Styrkur frá ráðuneyti

Með Fréttir

Félagið fær styrk frá Umhverfisráðuneytinu

Skógræktarfélag Garðabæjar hlaut nýverið rekstrarstyrk fyrir árið 2017 frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að upphæð 200.000 kr. Ráðuneytið auglýsti í ársbyrjun eftir styrkumsóknum til reksturs félagasamtaka á sviði umhverfismála. Alls bárust ráðuneytinu 15 umsóknir og var veittur styrkur til 11 félagasamtaka. Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar fagnar styrknum enda kemur hann til með að nýtast vel þar sem verkefni félagsins eru ærin.



Undirritun samstarfssamnings

Með Fréttir

Undirritun samstarfsamnings

Gunnar Einarsson bæjarstjóri undirritaði samstarfsamning Garðabæjar við Skógræktarfélag Garðabæjar ásamt stjórnarfólki félagsins.


Stjórn félagsins hefur unnið að endurnýjun samstarfsamningsins sem bæjarstjórn samþykkti 2. mars síðastliðinn.

 

Undirritunin fór fram á aðalfundi Skógræktarfélagins sem haldinn var í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.

 

Þegar hefðbundin aðalfundarstörf voru að baki og samningurinn undirritaður, hélt gestur fundarins, Ólafur Njálsson frá gróðrarstöðinni Nátthaga, fróðlegt erindi um þintegundir.

 

 

 

Aðalfundur 2017

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2017


Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar verður haldinn í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund mánudaginn 13. mars 2017 og hefst kl. 20:00.

 

DAGSKRÁ:

 

1.         Venjuleg aðalfundarstörf:

1.1.           Kjör fundarstjóra

1.2.           Skýrsla stjórnar 2016

1.3.           Reikningar félagsins 2016

1.4.           Ákvörðun um félagsgjöld 2017

1.5.           Stjórnarkjör. Kjósa skal formann, þrjá aðalmenn og tvo til vara auk skoðunarmanns

2.         Önnur mál

3.         Kaffiveitingar í boði félagsins

4.         Erindi Ólafs Njálssonar frá Gróðrarstöðinni Nátthaga: „Sitt lítið af hverju um þintegundir og fleira gott“.

 

 


Allir eru hjartanlega velkomnir.

 

 

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar