Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Athugasemdir við aðalskipulag

Með Fréttir

Skógræktarfélag Garðabæjar hefur gert athugasemdir við tillögur að aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 en tillögurnar voru forkynntar í haust. Athugasemdir skógræktarfélagsins lúta að skipulagi í útmörk bæjarins þar sem umsvif félagsins hafa verið mest.

Hægt er að kynna sér tillögurnar hér að neðan.

Fjölmenni í Jólaskóginum

Með Fréttir

Fjölmenni í Jólaskógi

Opinn jólaskógur Skógræktarfélags Garðabæjar var í Sandahlíð laugardaginn 10. desember.

 

Fjölmargir lögðu leið sína í skóginn að þessu sinni, einkum fjölskyldufólk, enda hin besta skemmtun fyrir unga sem aldna að þramma um fallegan skóginn í leit að hinu eina sanna jólatré sem það fær svo að höggva sjálft og fara með heim. Þegar fólk hafði fundið draumatréð sitt, pökkuðu sjálfboðaliðar Skógræktarfélagsins því í net og buðu svo upp á kakó með piparkökum. Krakkarnir prófuðu leiktækin á svæðinu og allir undu sér vel í skóginum enda prýðisgott veður.

 

Jólaskógurinn var að þessu sinni í Sandahlíð en hefur verið undarfarin ár í Smalaholti. Það er ágætt úrval tegunda að vaxa upp í jólatrjáastærð í Sandahlíð og þar er einnig betra rými til að taka á móti mörgum bílum í einu.

 

 

 

 

jolaskogur 2016 auglysing2

Með Fréttir

Skógræktarfélag Garðabæjar verður með árlegan jólaskóg laugardaginn 10. desember kl. 12-16.

Athugið. Að þessu sinni verður jólaskógurinn á nýjum stað, í Sandahlíð (sjá staðsetningu á korti hér að neðan).

 

jlaskgur2 jpg

 

 

Guðni Guðjónsson minning

Með Fréttir

Guðni Guðjónsson – Minning           

Fæddur 12.04.1931, dáinn 21.10.2016

 

Guðna Guðjónssyni kynntumst við er hópur fólks kom saman haustið 1988 og vann að stofnun skógræktarfélags í Garðabæ. Skógræktarfélag Garðabæjar var í kjölfarið stofnað 24. nóvember 1988. Félagsstarfið varð strax blómlegt og hittust skógræktarfélagar til vinnu og samveru á þriðjudagskvöldum í maí – júlí. Eftir gróðursetningu og önnur störf á skógræktarsvæðunum var sest niður með kaffibrúsann og spjallað saman. Alltaf var Guðni ásamt Barböru sinni til í sjálfboðastörf fyrir Skógræktarfélagið, síðan tók hann sæti í stjórn félagsins á aðalfundi 1999.

 

Á stjórnarfundi þann 31. janúar 2000 lagði formaður til að félagið fengi starfsmann til umsjónar á skógræktarsvæðunum sem hafði fjölgað og stækkað, það voru Smalaholt, Sandahlíð, Hnoðraholt, Tjarnholt og Hádegisholt. Guðni bauð fram sína krafta til starfa á stjórnarfundi 21. mars 2000, sem var fagnað með lófataki. Þetta var eftir að hann hafði lokið sínu hefðbundna ævistarfi að leggja hug sinn og krafta í þágu skógræktarsvæðanna með því að hlú að plöntum að gefa þeim áburð svo þær yxu betur. Hann tók á móti börnum frá leikskólum og skólum á skógræktarsvæðin, leiðbeindi og aðstoðaði við að gróðursetja Ykju plöntur. Fór yfir gróðursetningar grunnskólanema og athugaði hvort betur mætti fara.

 

Guðni vildi ekki þiggja laun fyrir störf sín fyrir Skógræktarfélagið sagði þetta ekki vinnu þó hann dundaði við plöntur á sumrin í um áratug. En honum þóttu kynnisferðir skógræktarfélaganna bæði fróðlegar og skemmtilegar í góðum félagsskap skógræktarfólks sem félagið styrkti hann til þátttöku.

 

Fyrir hönd Skógræktarfélags Garðabæjar eru öll störf og gott viðmót Guðna þökkuð. Færum Barböru, börnum þeirra og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur.

 

Erla Bil Bjarnardóttir

 

guni gujnsson 2008

Myndakvöld og afmæli

Með Fréttir

Vel mætt á myndakvöld


Skógræktarfélag Garðabæjar bauð til myndakvölds frá ferð skógræktarfélaganna um Frönsku alpanna þann 7. nóvember. Ferðin var skipulögð af Skógræktarfélagi Íslands og ferðaskrifstofunni Trex.


Ferðin var farin dagana 13.-20. september 2016 og var aðalleiðsögumaður hinn franski Gabriel Pic sem var við nám og störf hjá Skógræktarfélagi Íslands um nokkurra ára skeið.

 

Sigurður Þórðarson,  einn ferðalanganna og stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Íslands, tók að sér að segja ferðasöguna með myndum úr ferðinni.

Ferðin var í alla staði vel heppnuð með allskonar menningarlegu ívafi.

 

Formaður Skógræktarfélags Garðabæjar Erla Bil Bjarnardóttir minntist sjötíu ára afmælis Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í sýningarhléi. Hún kallaði fram viðstadda skógræktarfélaga úr Hafnarfirði og færði nágrannafélaginu ritin af Sögu Garðabæjar að gjöf, þar sem skráð er meðal annars saga fyrrum Álftaneshrepps.


Erla Bil Bjarnardóttir, formaður Skógræktarfélags Garðabæjar, afhendir fulltrúum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar gjöf í tilefni

sjötugsafmælis félagsins.



Myndakvöld frönsku alparnir

Með Fréttir

Myndasýning úr frönsku ölpunum


Skógræktarfélag Garðabæjar býður til myndakvölds um ferð
skógræktarfélaga um Frönsku Alpanna daganna 13. – 20. september 2016.


Mánudaginn 7. nóvember í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við
Kirkjulund og hefst kl.20:00


Sigurður Þórðarson mun segja ferðasöguna með myndum.
Ferðin var skipulögð af Skógræktarfélagi Íslands í samvinnu við ferðaskrifstofuna Trex.


Allir velkomnir

Stjórnin

Myndir úr haustferð

Með Fréttir

Myndir úr haustferð

Félagar í Skógræktarfélagi Garðabæjar héldu í árlega haustferð sína laugardaginn 10. september. Að þessu sinni lá leiðin um sveitir Suðurlands þar sem komið var við á þremur áhugaverðum stöðum, gróðrarstöðinni Kjarri í Ölfussi, sumarbústaðalandi í Vaðnesi og á Skeiðum þar sem Valgerður Auðunsdóttir frá Húsatóftum tók á móti hópnum. Fleiri myndir úr ferðinni má nálgast í þessu albúmi.

 

 

 

haustferð dagskrá

Með Fréttir

Dagskrá haustferðar Skógræktarfélags Garðabæjar


Laugardaginn 10. september býður Skógræktarfélagið til haustferðar austur fyrir fjall.

Heimsóttir verða áhugaverðir staðir:


·         Gróðrarstöðin Kjarr í Ölfusi.

·         Um Skeiðin verður farið um í leiðsögn Valgerðar Auðunsdóttur frá Húsatóftum.

·         Ræktun við sumarbústað í Vaðneslandi í Grímsnesi.


Hafið með ykkur nesti til dagsferðar, skjólfatnað og góða skapið.

Lagt verður af stað frá Garðatorgi efra kl. 9:00, áætluð heimkoma um kl. 19:00.


Tilkynnið þátttöku til Barböru Stanzeit í síma 699 6233 eða á netfangið barbaras@internet.is


Stjórnin

Haustferð 2016

Með Fréttir

Haustferð Skógræktarfélagsins

Árleg haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar fer fram laugardaginn 10. september. Að þessu sinni verða áhugaverðir staðir í uppsveitum Árnessýslu skoðaðir.

 

Takið daginn frá. Ferðin verður auglýst nánar er nær dregur.

 

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

Brynjudalsferð 2016

Með Fréttir

Árleg Brynjudalsferð Skógræktarfélagsins

 

Félagar í Skógræktarfélagi Garðabæjar fóru í vinnuferð í Brynjudalinn þann 12. júlí til umhirðu í jólatrjáareit félagsins. Sjá myndir af fallegum trjám og þegar hópurinn tók sér kaffipásu í kvöldkyrrðinni.

 

Sígrænar trjátegundir eru aðallega í reitnum í Brynjudal, enda er markmið hans að framleiða jólatré, það er blágreni, fjallaþin, rauðgreni, stafafuru og sitkagreni. Tré úr reitnum hafa verið í boði í opnum jólaskógi í Smalaholti, þá höggvin en ekki á fæti eins og sagt er.

 

Hlúð var að trjánum í reitnum með því að reita gras og sinu frá þeim, gefa þeim áburð og formklippa aðallega að þá tvítoppa. Þa voru gróðursettir nokkrir fjallaþinir og sitkagreni. Flest trén voru mjög falleg, heilbrigð og í góðum vexti ef frá er talin stafafuran sem lítur ekki vel út.