
Skógræktarfélag Íslands stendur fyrir röð fræðslufunda nú í febrúar og mars. Fundirnir verða haldnir í salarkynnum Arion banka að Borgartúni 19 og hefjast kl. 19:30.
25. febrúar – Framandi og ágengt birki í íslenskri náttúru – pælingar, kynbætur og árangur.
Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur segir frá starfi sínu en hann hefur í áratugi unnið að kynbótum á íslensku ilmbjörkinni undir yrkisheitunum Embla og Kofoed en hefur auk þess víxlað við aðrar birkitegundir frá norðurslóðum og þróað vaxtarmikil yrki, m.a. undir heitunum Hekla og Dumba.
5. mars – Faðir minn átti fagurt land
Gísli Gestsson, kvikmyndagerðarmaður mun sýna myndina „Faðir minn átti fagurt land“ frá 1968, sem hann gerði í samvinnu við Hákon Bjarnason skógræktarstjóra. Einnig mun hann sýna úrval mynda gerða fyrir Átak um Landgræðsluskóga árið 1990.
13. mars – Skógar Bretagne. Hápunktar úr fræðsluferð Skógræktarfélags Íslands haustið 2024
Elisabeth Bernard og Ragnhildur Freysteinsdóttir segja í máli og myndum frá ferðalagi til Bretagne-skagans í Frakklandi síðasta haust, þar sem skoðuð voru tré í skógum og görðum og fræðst um skógrækt svæðisins.