Gróðursetning Fullveldislundar í Sandahlíð
Laugardaginn 23. júní kl. 14-16 verður aldarafmæli fullveldis Íslands minnst með gróðursetningu Fullveldislundar á skógræktarsvæði Skógræktarfélags Garðabæjar í Sandahlíð. Létt og skemmtileg gróðursetning fyrir alla og mun Frú Vigdís Finnbogadóttir taka þátt í henni.
Verkfæri á staðnum og aðstoðarmenn og skógfræðingar leiðbeina við gróðursetningu.
Veitingar í boði fyrir gesti og Hestamannafélagið Sprettur býður yngri kynslóðinni á hestbak. Leiktæki fyrir börn. Næg bílastæði á svæðinu.
Hjartanlega velkomin í skóginn milli kl. 14:00 – 16:00 en Sandahlíðin er vaxin fallegum útivistarskógi, sem gaman að njóta.
Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins, sem skógaraðilar á Íslandi standa sameiginlega að. Nánari upplýsingar um viðburði verður hægt að finna á https://www.skogargatt.is/ og www.skoggb.is
Skógræktarfélag Garðabæjar
Skógræktarfélag Íslands