Gróðursetning í Sandahlíð
Fjórðubekkingar úr Hofsstaðaskóla mættu í Sandahlíð í mildu en svölu veðri þriðjudaginn 5. júní til að setja niður birkiplötur sem skólinn fékk úthlutað úr Yrkjusjóði. Um 80 nemendur voru áhugasamir við gróðursetningu með umsjónarkennurum sínum undir leiðsögn Erlu Biljar Bjarnardóttur, formanns Skógræktarfélagsins. Síðast og ekki síst nutu þeir þess að leika á svæðinu og borða nesti við útiborðin á Sandaflöt innan um sívaxandi skóg í Sandahlíð. Að loknu verki gengu nemendur til baka í skólann m.a. í gegnum Smalaholtið.