Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar verður farin laugardaginn 14. september n.k. um Biskupstungur.
Félagið leggur til rútu til ferðarinnar en þátttakendur þurfa að hafa með sér hádegisnesti.
Dagskrá:
- Lagt af stað frá bílastæðinu bak við blokkirnar við Kirkjulund 12 og 14, kl. 9:00.
- Fyrsti viðkomustaður er Haukadalsskógur í Biskupstungum þar sem Trausti Jóhannsson skógarvörður mun taka á móti okkur.
- Frá Haukadal verður ekið að Gamlhólum í Miðhúsaskógi þar sem hjónin Haraldur Tómasson og
Inga Guðmundsdóttir munu taka á móti okkur og sýna okkur ræktunarsvæði sitt. - Frá Gamlhólum verður ekið að gróðrarstöðinni Kvistabæ í Reykholti sem sérhæfir sig í ræktun skógarplantna og ræktunin þar skoðuð.
- Að því loknu verður haldið heim á leið og er heimkoman í Garðabæ áætluð um kl. 18.
Þeir, sem hyggjast taka þátt í þessari ferð þurfa að tilkynna það sem fyrst og eigi síðar en fimmtudags-kvöldið 12. september til: Sigurðar Þórðarsonar formanns, í síma 864-5038 eða á netfang; sigthordar@internet.is