Skip to main content

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar

Með september 7, 2024Fréttir

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar verður farin laugardaginn 14. september n.k. um Biskupstungur.

Félagið leggur til rútu til ferðarinnar en þátttakendur þurfa að hafa með sér hádegisnesti.

Dagskrá:

  • Lagt af stað frá bílastæðinu bak við blokkirnar við Kirkjulund 12 og 14, kl. 9:00.
  • Fyrsti viðkomustaður er Haukadalsskógur í Biskupstungum þar sem Trausti Jóhannsson skógarvörður mun taka á móti okkur.
  • Frá Haukadal verður ekið að Gamlhólum í Miðhúsaskógi þar sem hjónin Haraldur Tómasson og
    Inga Guðmundsdóttir munu taka á móti okkur og sýna okkur ræktunarsvæði sitt.
  • Frá Gamlhólum verður ekið að gróðrarstöðinni Kvistabæ í Reykholti sem sérhæfir sig í ræktun skógarplantna og ræktunin þar skoðuð.
  • Að því loknu verður haldið heim á leið og er heimkoman í Garðabæ áætluð um kl. 18.

 

Þeir, sem hyggjast taka þátt í þessari ferð þurfa að tilkynna það sem fyrst og eigi síðar en fimmtudags-kvöldið 12. september til: Sigurðar Þórðarsonar formanns, í síma 864-5038 eða á netfang; sigthordar@internet.is