Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar laugardaginn 7. september 2013
Að þessu sinni verður farið um Stór-Reykjavíkursvæðið og nokkrir fjölbreyttir ræktunarstaðir skoðaðir, allt frá fjöldaframleiðslu á salati til ávaxtaræktunar í reitum einstaklinga. Nánari dagskrá kynnt síðar.
Haustferðin er fyrir félagsmenn Skógræktarfélags Garðabæjar og um er að ræða dagsferð í rútu sem félagið leggur til.
Takið daginn frá og skráið ykkur í ferðina til formanns á netfangið bil@internet.is eða í síma 8208588. Mæting við Tónlistarskólann við Kirkjulund kl. 9:00.
Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar