Skip to main content

Haustferð 2014

Með september 18, 2014janúar 21st, 2019Fréttir

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar 2014

Árleg haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar var að þessu sinni farin laugardaginn 13. september um Árnessýslu. Ferðin hófst að Foss í Grímsnesi þar sem skoðuð var ræktun Gunnlaugs og Guðrúnar Claessen til áratuga í landi sem er víða erfitt til ræktunar en með natni og elju tókst þeim að koma upp fjölbreyttum og skemmtilegum gróðri í fallegu umhverfi. Þaðan lá leiðin í Friðheima í Reykholti þar sem hópurinn fékk fræðslu m.a. um lífræna ræktun á tómötum og gúrkum þar sem innfluttar flugur eru notaðar til að halda vondu pöddunum í skefjum í stað eiturnotkunar og aðrar til að frjóvga plönturnar. Að því loknu snæddi hópurinn gómsæta tómatsúpu með nýbökuðu brauði í fallegu umhverfi í nábýli við tómatplönturnar. Eftir hádegi lá leiðin til Þóris Sigursteinssonar og Birnu konu hans til að skoða ræktun þeirra í landi Böðmóðsstaða í Laugardalnum. Þar fengum við leiðsögn Þóris um landið þar sem ræktaðar hafa verið um 150 trjátegundir og runnar. Að lokum heimsóttum við Jón Böðvarsson og Arndísi Árnadóttur í Órunes í landi Suðurkots við bakka Hvítár. Þar hafa þau ræktað í yfir tuttugu ár fjölbreytilegan trjágróður í fallegu umhverfi sem hefur vaxið ótrúlega vel, þrátt fyrir erfið skilyrði í upphafi.


Með hverri hausferð bætist okkur skógræktarfólki fróðleikur um ræktun við misjafnar aðstæður en að þessu sinni mættu 30 félagar úr Skógræktarfélaginu í haustferðina og var hún ákafleg ánægjuleg og fróðleg sem endra nær.


Á þessari slóð má sjá fleiri myndir úr ferðinni.