Jólaskógur í Smalaholti
Jólastemning ríkti sannarlega í Smalaholti laugardaginn 15. desember þegar margar fjölskyldur komu í skóginn og söguðu sér jólatré. Jólaskógur í umsjá Skógræktarfélags Garðabæjar var haldinn þriðja árið í röð í Smalaholti og voru að þessu sinni grisjuð tré í reit sem Lionskúbburinn í Garðabæ hefur umsjón með. Félagskonur úr Lionsklúbbnum Eik buðu upp kakóveitingar í fururjóðri við samkomusvæði sem var útbúið og tekið í notkun í sumar.