Ágætu félagar
Næstkomandi laugardag 14. desember verður opinn jólaskógur í Smalaholti við Vífilsstaðavatn á milli kl. 12:00 og 16:00. Aðallega er um að ræða stafafuru sem nú er orðin vinsælt jólatré á heimilum Íslendinga. Hún er bæði barrheldin og ilmar vel. Einnig verða á boðstólum ágætis blágreni úr ræktun skógræktarfélagsins.
Fjölskyldan getur sjálf sagað sitt eigið jólatré en aðstoð er einnig hægt að fá á staðnum ef óskað er. Ef sög er til á heimilinu er ágætt að hafa hana með. Eitt verð, kr. 5000, er á öllum trjám. Auk þess verður boðið upp á heitt kakó og piparkökur. Veðurspáin gerir ráð fyrir að snjórinn haldist og gerum við ráð fyrir góðri jólastemningu í skóginum þennan dag.
Með jólakveðju,
Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar,