Skip to main content

Merki félagssins

Með mars 15, 2010janúar 21st, 2019Fréttir

Merki Skógræktarfélags Garðabæjar var teiknað árið 1999 og er afrakstur samkeppni sem efnt var til á meðal nemenda í grafískri hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands skólaárið 1998-1999. Tilefnið var 10 ára afmæli félagsins haustið 1998. Sextán nemendur unnu að tillögum undir handleiðslu Gísla B. Björnssonar sem er einn reyndasti hönnuður landsins á þessu sviði og kennari í merkjahönnun um langt árabil. Tillaga Björgvins Sigurðssonar sem hlaut fyrstu verðlaun var talin fanga einkar vel einkunnarorð félagsins „Félag fyrir alla fjölskylduna“. Björgvin vann síðan að endanlegri útfærslu og litavali fyrir bréfsefni, fána og til að merkja skógræktarskiltin sem nú prýða skógræktarsvæði félagsins í landi Garðabæjar.

 

 

       merki_skoggb_svart_stafir

 

       merki_skoggb_graent_stafir

 

         merki_skoggb_svart

 

         merki_skoggb_graent